Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 09:31 Íslenska landsliðið stendur í ströngu í janúar, eins og mörg undanfarin ár. VÍSIR/VILHELM Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. Íslenska landsliðið hefur verið við æfingar hér á landi en heldur svo til Austurríkis á morgun þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki, á laugardag og mánudag. Strákarnir fara svo yfir landamærin til Þýskalands, nánar tiltekið til München, þar sem fyrsti leikur á EM verður við Serbíu föstudaginn 12. janúar. Áhuginn á þeim er að vanda afar mikill og búist er við að um 4.000 Íslendingar verði á svæðinu í München. Leikirnir á EM verða í minnsta lagi þrír, en komist Ísland upp úr sínum riðli bætast við fjórir leikir í milliriðli. Loks er auðvitað möguleiki á leik í undanúrslitum, og í kjölfarið leik um gull- eða bronsverðlaun. Dagskrána hjá íslenska landsliðinu má sjá hér að neðan. Dagskrá íslenska landsliðsins Laugardagur 6. janúar, kl. 17.15: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Mánudagur 8. janúar, kl. 17.10: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Föstudagur 12. janúar, kl. 17.00: Ísland – Serbía, C-riðill Sunnudagur 14. janúar, kl. 17.00: Svartfjallaland – Ísland, C-riðill Þriðjudagur 16. janúar, kl. 19.30: Ísland – Ungverjaland, C-riðill Ekki liggur fyrir hvort Ísland spilar fleiri leiki en fari svo að liðið komist upp úr C-riðlinum bíða í milliriðlinum í Köln fjórir afar sterkir mótherjar. Sennilegast er að það verði Frakkland, Spánn, gestgjafar Þýskalands og Króatía. Riðlar og milliriðlar á EM karla í handbolta. Eins og sjá má fer Ísland í milliriðil I með liðum úr A- og B-riðli.VÍSIR Leikdagarnir í milliriðli: 18. janúar 20. janúar 22. janúar 24. janúar Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast svo áfram í undanúrslitin 26. janúar sem einnig eru leikin í Köln, líkt og leikirnir um gull- og bronsverðlaunin sem fram fara 28. janúar. Ef allt gengur eins og í ævintýri og Ísland spilar um verðlaun á mótinu mun liðið því leika alls ellefu landsleiki á 22 dögum í þessum mánuði. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur verið við æfingar hér á landi en heldur svo til Austurríkis á morgun þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki, á laugardag og mánudag. Strákarnir fara svo yfir landamærin til Þýskalands, nánar tiltekið til München, þar sem fyrsti leikur á EM verður við Serbíu föstudaginn 12. janúar. Áhuginn á þeim er að vanda afar mikill og búist er við að um 4.000 Íslendingar verði á svæðinu í München. Leikirnir á EM verða í minnsta lagi þrír, en komist Ísland upp úr sínum riðli bætast við fjórir leikir í milliriðli. Loks er auðvitað möguleiki á leik í undanúrslitum, og í kjölfarið leik um gull- eða bronsverðlaun. Dagskrána hjá íslenska landsliðinu má sjá hér að neðan. Dagskrá íslenska landsliðsins Laugardagur 6. janúar, kl. 17.15: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Mánudagur 8. janúar, kl. 17.10: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Föstudagur 12. janúar, kl. 17.00: Ísland – Serbía, C-riðill Sunnudagur 14. janúar, kl. 17.00: Svartfjallaland – Ísland, C-riðill Þriðjudagur 16. janúar, kl. 19.30: Ísland – Ungverjaland, C-riðill Ekki liggur fyrir hvort Ísland spilar fleiri leiki en fari svo að liðið komist upp úr C-riðlinum bíða í milliriðlinum í Köln fjórir afar sterkir mótherjar. Sennilegast er að það verði Frakkland, Spánn, gestgjafar Þýskalands og Króatía. Riðlar og milliriðlar á EM karla í handbolta. Eins og sjá má fer Ísland í milliriðil I með liðum úr A- og B-riðli.VÍSIR Leikdagarnir í milliriðli: 18. janúar 20. janúar 22. janúar 24. janúar Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast svo áfram í undanúrslitin 26. janúar sem einnig eru leikin í Köln, líkt og leikirnir um gull- og bronsverðlaunin sem fram fara 28. janúar. Ef allt gengur eins og í ævintýri og Ísland spilar um verðlaun á mótinu mun liðið því leika alls ellefu landsleiki á 22 dögum í þessum mánuði.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira