Rétturinn til íslenskunnar Sindri M. Stephensen skrifar 4. janúar 2024 08:31 Íslenska á undir högg að sækja og ástæður þess eru margar. Íbúar landsins sækja til að mynda í auknum mæli í afþreyingarefni á ensku, svo sem á streymisveitum, í tölvuleikjum og á samfélagsmiðlum. Þá hefur stóraukinn ferðamannastraumur til Íslands ekki aðeins leitt til þess að hér dvelja um skemmri tíma einstaklingar sem ekki kunna íslensku heldur jafnframt fólk af erlendum uppruna sem sinnir oft þjónustustörfum og skýtur hér í sumum tilvikum rótum án þess að því fylgi markviss aðlögun að íslensku málsamfélagi. Íslenskir atvinnurekendur hafa hingað til lagt fremur litla áherslu á íslenskukennslu fyrir starfsmenn af erlendum uppruna. Þá er í sífellt ríkari mæli íslenskum heitum og leiðbeiningum er tengjast vörum og þjónustu skipt út fyrir ensk heiti og texta, á kostnað íslenska málsamfélagsins. Þær raddir verða sífellt háværari að í óefni stefni. Í stað þess að enduróma fyrri umfjöllun um hvernig enskan smýgur inn á öllum sviðum samfélagsins er rétt að beina sjónum að því hvernig bregðast má við þessari þróun, einkum að tilstuðlan löggjafans. Tekið skal fram að á endanum eru það sannanlega málnotendur einir sem bera ábyrgð á því hver framtíð íslenskunnar verður. Þótt hvatningar og tilmæli stjórnvalda og málsmetandi manna hafi skilað vissum árangri í varnarbaráttu gegn sífellt enskuskotnara málumhverfi kann að vera tilefni til þess að stíga fastar til jarðar. Í eftirfarandi umfjöllun verður sjónum beint að því hvernig franski löggjafinn hefur brugðist við sambærilegri þróun til að vernda franska málumhverfið og í framhaldinu verða settar fram hugleiðingar um hvernig löggjafinn hér á landi getur stuðlað að frekari vernd og framþróun íslenskunnar. Margar hugmyndir sem nefndar eru hér í framhaldinu hafa raunar verið viðraðar áður, meðal annars af Íslenskri málnefnd í málstefnum, en þó alla jafna ekki með þeim hætti að bregðast þurfi við með beinni lagasetningu. Þá hefur tillaga að þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023-2026 verið gerð opinber en þar er að finna ýmsar jákvæðar hugmyndir um aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskunnar. Franska leiðin Fyrir hartnær 30 árum síðan setti franska þjóðþingið lög um notkun frönskunnar sem nefnd hafa verið Toubon-lögin, í höfuðið á þáverandi menntamálaráðherra Frakka, Jacques Toubon. Lögin mæla fyrir um að allt efni sem kemur frá opinberum aðilum, sveitarfélögum svo og einkafyrirtækjum skuli vera á frönsku. Frönsk yfirvöld segja yfirlýst markmið löggjafarinnar ekki vera að varðveita hreinleika frönskunnar með því að herja á tökuorð, heldur að vernda tilveru frönsku í öllu málumhverfi. Grunngildin séu að franska sé tungumál menntunar, vinnu, viðskipta og opinberrar þjónustu. Allir íbúar Frakklands eigi „rétt til frönskunnar“, þ.e. til að nota frönsku í öllu sínu daglega lífi. Með nokkuð strangri tungumálalöggjöf telja frönsk yfirvöld að koma megi að miklu leyti í veg fyrir að samfélagið greinist í smáa menningarkima eftir uppruna fólks. Kröfur um frönskunotkun ná, hvað fyrirtæki áhrærir, meðal annars til auglýsingaskilta, samninga milli franskra aðila, merkinga, vefsíðna, matseðla, innihaldslýsinga vara o.s.frv. Þá er ráðgert að hlutir og tæki sem félög nýta í störfum sínum skuli vera á frönsku, svo sem þannig að tölvukerfi skuli vera á frönsku svo heimilt sé að taka þau til notkunar. Brjóti ríki, sveitarfélög eða atvinnurekendur gegn Toubon lögunum varðar það fésekt. Það skal tekið fram að sum ákvæða laganna hafa verið umdeild og sættu lögin nokkurri gagnrýni þegar þau voru samþykkt í Frakklandi. Þó virðast þau um margt hafa staðist tímans tönn og hafa atvinnurekendur, innlendir sem og þeir er beina vörum og þjónustu að almennum frönskum neytendum, alla jafna fylgt ákvæðum laganna. Þá njóta Toubon-lögin almennrar hylli í Frakklandi samkvæmt skoðanakönnunum. Gildandi lög og hugleiðingar um frekari verndarráðstafanir Hér á landi tóku árið 2011 gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks tungumáls. Þar er mælt fyrir um að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Stjórnvöld skuli tryggja að unnt verði að nota íslenskuna á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. Þá skuli allir sem búsettir séu hér á landi eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi. Í lögunum er meðal annars mælt fyrir um að ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og sjá til þess að hún sé notuð. Íslensk málnefnd skuli veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gera tillögur til ráðherra um málstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Þá segir í lögunum að íslenska sé mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, skóla og annarra stofnana sem hafi með höndum framkvæmdir og veiti almannaþjónustu. Lögin voru sett í kjölfar ítarlegrar vinnu nefndar um lagalega stöðu íslenskrar tungu og táknmálsins. Segja má að löggjöfin mæli fyrir um ákveðinn ramma fyrir vöxt og framþróun þjóðtungunnar og útlisti það markmið löggjafans að vernda íslenska tungu. Ákvæði laganna eru um margt stefnuyfirlýsingar en minna um afmarkaðar kröfur utan ákveðinna skyldna sem lagðar eru á herðar opinberum aðilum. Finna má á stöku stað slíkar kröfur í gildandi löggjöf, svo sem nánar verður vikið að. 1. Merkingar, skilti, auglýsingar o.fl. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu er mælt fyrir um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Þar kemur jafnframt fram að leiðbeiningar sem nauðsynlegt er að fylgi með vöru eða þjónustu skuli vera á íslensku eða öðru Norðurlandamáli, þó ekki finnsku, eða ensku. Þá segir í lögunum að skriflegar ábyrgðaryfirlýsingar skuli vera á íslensku. Neytendastofa hefur eftirlit með framfylgd löggjafarinnar en af lauslegri athugun á úrlausnum hennar verður ekki ráðið að mikið hafi reynt á umrædd ákvæði. Almenningur á Íslandi getur sent ábendingar til Neytendastofu en brot á reglunum varða ýmsum viðurlögum. Menningar- og viðskiptaráðherra og forstjóri Neytendastofu skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu um að umræddum ákvæðum skyldi meiri gaumur gefinn. Velta má því fyrir sér hvort eðlilegt væri að lögfesta frekari kröfur til fyrirtækja um merkingar vöru og þjónustu á Íslandi og sem beint er að íslenskum neytendum þannig að kröfur um notkun íslensku nái til allra merkinga, skilta, matseðla, skjátexta og annars konar upplýsinga, en ekki einungis auglýsinga líkt og nú er kveðið á um. Með slíkri löggjöf væri ekki bannað að hafa tilgreindar upplýsingar jafnframt á öðru tungumáli en með beinum hætti mælt fyrir um að íslenska skuli notuð og vera í forgrunni. Skoðast það í ljósi þess að markmið slíkrar löggjafar er ekki einvörðungu að vernda tungumálið heldur jafnframt neytendavernd. Ef slíkar reglur yrðu lögfestar væri rétt að mæla fyrir um góðan aðlögunartíma, greiðar kæruleiðir fyrir neytendur og opinbera birtingu úrlausna um brot fyrirtækja. Ítrekuð brot á reglunum gætu svo leitt til sekta. 2. Talsetningar og þýðingar Í lögum um fjölmiðla er meginreglan sú að með efni sem fjölmiðlar miðla til íslenskra notenda skuli fylgja íslenskt tal eða texti eftir því sem við á. Þá er sérstaklega vikið að því í lögum um Ríkisútvarpið að efni á erlendu máli skuli fylgja íslenskt tal, íslensk talsetning eða texti á íslensku. Umrædd ákvæði tryggja að fjölmiðlar sem starfa hér á landi talsetji efni fyrir börn og láti texta fylgja með erlendu sjónvarpsefni sem beint er að fullorðnum einstaklingum. Sá ágalli er á núverandi löggjöf að hún er staðbundin, þ.e. hún nær ekki til erlendra streymisveitna sem beina efni að íslenskum notendum. Telja verður skoðunarvert að víkka gildissvið reglna af þessum toga þannig að þær nái jafnframt til erlendra aðila sem beina efni að íslenskum notendum. Slík löggjöf væri ekki ný af nálinni enda eru ýmis lög hér á landi sem leggja kvaðir á fyrirtæki sem staðfestu hafa erlendis. Samhliða þessu, og svo sem Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðinum hefur lengi barist fyrir, þá væri rétt að veita opinber framlög til stuðnings textun og talsetningu þannig að auðsótt og ódýrt sé fyrir íslenska og erlenda aðila að fá efni talsett og þýtt. Skoðast það meðal annars í samhengi við framlög sem veitt eru til bókmennta sem ritaðar eru á íslensku samkvæmt lögum um stuðning við útgáfu bóka á íslensku frá árinu 2018. Æskilegt er jafnframt að við talsetningu og textun verði tryggt að upphaflegir rétthafar myndefnis sæti afnotakvöðum þannig að síðari rétthafi, svo sem barnaefnis í streymisveitu, eigi greiðan aðgang að talsetningu. Í fyrrnefndri tillögu að þingsályktun er ámálgað að til greina komi að stofna talsetningar- og textasjóði, en fastmótaðar tillögur eru ekki settar fram í þeim efnum. 3. Stuðningur við fólk af erlendum uppruna Í lögum um íslenskan ríkisborgararétt er mælt fyrir um að eitt af skilyrðum þess að öðlast íslenskan ríkisborgararétt sé að umsækjandi hafi staðist próf í íslensku. Þá er jafnframt ráðgert að svo útlendingur geti hlotið ótímabundið dvalarleyfi skuli hann hafa sótt námskeið í íslensku fyrir útlendinga, en undanþágur eru frá þessu skilyrði, m.a. varðandi ríkisborgara frá EES-svæðinu. Auk þessa er á víð og dreif í löggjöf mælt fyrir um að íslenskunámskeið skuli vera aðgengileg og að vekja skuli athygli innflytjenda á slíkum námskeiðum. Nauðsynlegt er að aukið verði enn framboð í íslenskukennslu, bæði með hefðbundnum kennslustundum sem og með stafrænum hætti, en mörg verkefni hafa gefið góða raun, svo sem Íslenskuþorpið, Gefum íslensku séns auk stafrænna forrita á borð við LingQ, Bara tala og Icelandic Online. Að auki má ætla að ýmsir hvatar gætu aukið og greitt fyrir áhuga aðfluttra á að læra grunnatriði í íslensku, svo sem fyrir tilstilli atvinnurekenda með kröfum um aðgengi að íslenskukennslu í kjarasamningum. Þá kann til dæmis að vera hvetjandi ef kjarasamningar mæltu fyrir um rétt einstaklinga til þess að sækja námskeið í íslensku og til að þreyta grunnpróf í íslensku, sem aukið gæti möguleika á framgangi og þróun í starfi, m.a. fyrir tilstuðlan kjarasamningsbundinna réttinda. Í fyrrnefndri tillögu til þingsályktunar má segja að kennsla í íslensku fyrir innflytjendur sé í forgrunni og þar eru settar fram margar metnaðarfullar hugmyndir sem vonandi verður hrint í framkvæmd, s.s. hvað varðar starfstengt íslenskunám, aukin gæði íslenskunáms og aðgengi að fjarnámi í íslensku á BA-stigi. Hitt skiptir ekki síður máli að íslenskumælandi íbúar landsins tali eftir fremsta megni íslensku óháð uppruna viðmælandans og hjálpi fólki með annað móðurmál að aðlagast samfélaginu; umberi alls konar útgáfur af íslensku. Innflytjendum er lítill greiði gerður ef ávallt er skipt yfir í ensku í hefðbundnum samtölum og þeir svo í raun jaðarsettir þegar kemur að fullri aðlögun að íslensku samfélagi. Það er því vart nægjanlegt í fyrirliggjandi samhengi að beina sjónum eingöngu að fólki af erlendum uppruna heldur jafnframt að íslenskumælandi íbúum landsins. 4. Þjóðarátak Í viku íslenskunnar, í tengslum við dag íslenskrar tungu, stóð menningar- og viðskiptaráðuneytið fyrir auglýsingum sem ætlað var að auka meðvitund og umræðu um stöðu íslenskrar tungu. Í herferðinni var meðal annars slengt slanguryrðum við þekktar setningar, s.s. hlíðin er slay. Þáttastjórnendur í hlaðvarpsþættinum Teboðið höfðu sætt nokkurri gagnrýni fyrir að sletta mikið á ensku og brugðust þeir við gagnrýninni með því að taka upp þátt sem átti að vera án enskuslettna, en sú tilraun bar takmarkaðan árangur. Höfðu stjórnendurnir orð á því hve erfitt væri að tala „lýtalausa“ íslensku. Án þess að fella nokkra sleggjudóma má ætla að þáttastjórnendurnir séu ekki einir um að eiga erfitt með að tjá sig án þess að leita í enskuna heldur sé um að ræða birtingarmynd almennrar þróunar, svo sem jafnframt má ráða af sláandi niðurstöðum PISA-könnunar um lesskilning 15 ára grunnskólanema. Mikilvægt er að minna rækilega á að öll tjáning hefur áhrif á framgang fólks í leik og starfi og sé vel sáð í þeim efnum standa einstaklingar til muna betur að vígi, hvert sem litið er, en þeir sem lítil tök hafa á tungumálinu. Telja verður tilefni til þess að standa fyrir metnaðarfullu þjóðarátaki fyrir íslenskuna á jákvæðum forsendum þar sem bæði gömul og ný orð og nýyrði yrðu kynnt á ýmsum vettvangi, svo sem í skólum, á ljósvakamiðlum og samfélagsmiðlum. Hugsa mætti að einn mánuður á ári yrði helgaður íslenskunni, til dæmis „Slettulaus september“, þar sem þáttastjórnendur í sjónvarpi, útvarpi, hlaðvörpum og öðrum miðlum myndu leitast eftir fremsta megni við að sletta ekki heldur tala kjarnyrta íslensku og búa til og kynna orð og nýyrði. Jafnvel mætti mæla svo fyrir um að tiltekinn fjöldi slettna þáttastjórnenda og gesta myndi leiða til „slettugreiðslna“ sem rynnu til góðgerðarmálefna. Að lokum Áhyggjur af stöðu og þróun íslenskunnar varða ekki aðeins núverandi íbúa landsins heldur jafnframt komandi kynslóðir. Það ætti að vera keppikefli stjórnvalda að fjölga einstaklingum sem geta tjáð sig í ræðu og riti á íslensku enda er kunnátta í tungumálinu ein forsenda þess að fólk af erlendum uppruna aðlagist samfélaginu. Markmiðið að gæta að íslenskunni á ekkert skylt við annarleg sjónarmið útlendingaandúðar. Með því hvetja aðflutta til að læra íslensku, og gera þeim það eins einfalt og kostur er, eru þeim flestir vegir færir til þátttöku í samfélaginu og hættan á stéttaskiptingu minnkar til muna. Mikilvægt er að þeir sem hafa íslensku að móðurmáli sýni alls konar íslensku skilning og aðstoði þá er feta sín fyrstu spor á íslensku. Þá eru landsmenn hverju sinni vörslumenn tungumálsins og mörg sérauðkenni Íslendinga kunna að skolast brott ef ekki er unnið með markvissum hætti að vexti og framgangi íslenskunnar. Vernd íslenskunnar þýðir ekki að tungumálið eigi að haldast með öllu óbreytt, heldur einmitt að það taki breytingum í takt við samfélagið. Mikilvægt er hins vegar að minna okkur reglulega á fegurð og fjölbreytni tungumálsins. Franska leiðin svonefnda er reifuð til umhugsunar um hvernig styrkja má stöðu íslenskunnar. Þótt franska málsamfélagið sé til muna stærra en hið íslenska, og að því leyti til einfaldara að mæla fyrir um skyldur erlendra aðila til að gera efni aðgengilegt á frönsku, mætti til andsvara benda á að íslenska er örmál í hinum stóra heimi og hættan á hnignun hennar ekki síður mikil. Leiðarstefið í allri reglusetningu um íslensku ætti að taka mið af því að íslenska sé í forgrunni hér á landi án þess að banna upplýsingagjöf, myndefni og texta jafnframt á öðrum tungumálum. Þá er mikilvægt svo að tungumálakröfur með löggjöf nái tilsettum árangri að auðsótt og hagkvæmt sé fyrir fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu hér á landi að fá greiðan aðgang að þjónustu við talsetningu og þýðingarvinnu. Kraft verður að setja í brýna varnar- og sóknarbaráttu fyrir íslenska tungu. Höfundur er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Auglýsinga- og markaðsmál Sindri M. Stephensen Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska á undir högg að sækja og ástæður þess eru margar. Íbúar landsins sækja til að mynda í auknum mæli í afþreyingarefni á ensku, svo sem á streymisveitum, í tölvuleikjum og á samfélagsmiðlum. Þá hefur stóraukinn ferðamannastraumur til Íslands ekki aðeins leitt til þess að hér dvelja um skemmri tíma einstaklingar sem ekki kunna íslensku heldur jafnframt fólk af erlendum uppruna sem sinnir oft þjónustustörfum og skýtur hér í sumum tilvikum rótum án þess að því fylgi markviss aðlögun að íslensku málsamfélagi. Íslenskir atvinnurekendur hafa hingað til lagt fremur litla áherslu á íslenskukennslu fyrir starfsmenn af erlendum uppruna. Þá er í sífellt ríkari mæli íslenskum heitum og leiðbeiningum er tengjast vörum og þjónustu skipt út fyrir ensk heiti og texta, á kostnað íslenska málsamfélagsins. Þær raddir verða sífellt háværari að í óefni stefni. Í stað þess að enduróma fyrri umfjöllun um hvernig enskan smýgur inn á öllum sviðum samfélagsins er rétt að beina sjónum að því hvernig bregðast má við þessari þróun, einkum að tilstuðlan löggjafans. Tekið skal fram að á endanum eru það sannanlega málnotendur einir sem bera ábyrgð á því hver framtíð íslenskunnar verður. Þótt hvatningar og tilmæli stjórnvalda og málsmetandi manna hafi skilað vissum árangri í varnarbaráttu gegn sífellt enskuskotnara málumhverfi kann að vera tilefni til þess að stíga fastar til jarðar. Í eftirfarandi umfjöllun verður sjónum beint að því hvernig franski löggjafinn hefur brugðist við sambærilegri þróun til að vernda franska málumhverfið og í framhaldinu verða settar fram hugleiðingar um hvernig löggjafinn hér á landi getur stuðlað að frekari vernd og framþróun íslenskunnar. Margar hugmyndir sem nefndar eru hér í framhaldinu hafa raunar verið viðraðar áður, meðal annars af Íslenskri málnefnd í málstefnum, en þó alla jafna ekki með þeim hætti að bregðast þurfi við með beinni lagasetningu. Þá hefur tillaga að þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023-2026 verið gerð opinber en þar er að finna ýmsar jákvæðar hugmyndir um aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskunnar. Franska leiðin Fyrir hartnær 30 árum síðan setti franska þjóðþingið lög um notkun frönskunnar sem nefnd hafa verið Toubon-lögin, í höfuðið á þáverandi menntamálaráðherra Frakka, Jacques Toubon. Lögin mæla fyrir um að allt efni sem kemur frá opinberum aðilum, sveitarfélögum svo og einkafyrirtækjum skuli vera á frönsku. Frönsk yfirvöld segja yfirlýst markmið löggjafarinnar ekki vera að varðveita hreinleika frönskunnar með því að herja á tökuorð, heldur að vernda tilveru frönsku í öllu málumhverfi. Grunngildin séu að franska sé tungumál menntunar, vinnu, viðskipta og opinberrar þjónustu. Allir íbúar Frakklands eigi „rétt til frönskunnar“, þ.e. til að nota frönsku í öllu sínu daglega lífi. Með nokkuð strangri tungumálalöggjöf telja frönsk yfirvöld að koma megi að miklu leyti í veg fyrir að samfélagið greinist í smáa menningarkima eftir uppruna fólks. Kröfur um frönskunotkun ná, hvað fyrirtæki áhrærir, meðal annars til auglýsingaskilta, samninga milli franskra aðila, merkinga, vefsíðna, matseðla, innihaldslýsinga vara o.s.frv. Þá er ráðgert að hlutir og tæki sem félög nýta í störfum sínum skuli vera á frönsku, svo sem þannig að tölvukerfi skuli vera á frönsku svo heimilt sé að taka þau til notkunar. Brjóti ríki, sveitarfélög eða atvinnurekendur gegn Toubon lögunum varðar það fésekt. Það skal tekið fram að sum ákvæða laganna hafa verið umdeild og sættu lögin nokkurri gagnrýni þegar þau voru samþykkt í Frakklandi. Þó virðast þau um margt hafa staðist tímans tönn og hafa atvinnurekendur, innlendir sem og þeir er beina vörum og þjónustu að almennum frönskum neytendum, alla jafna fylgt ákvæðum laganna. Þá njóta Toubon-lögin almennrar hylli í Frakklandi samkvæmt skoðanakönnunum. Gildandi lög og hugleiðingar um frekari verndarráðstafanir Hér á landi tóku árið 2011 gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks tungumáls. Þar er mælt fyrir um að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Stjórnvöld skuli tryggja að unnt verði að nota íslenskuna á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. Þá skuli allir sem búsettir séu hér á landi eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi. Í lögunum er meðal annars mælt fyrir um að ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og sjá til þess að hún sé notuð. Íslensk málnefnd skuli veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gera tillögur til ráðherra um málstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Þá segir í lögunum að íslenska sé mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, skóla og annarra stofnana sem hafi með höndum framkvæmdir og veiti almannaþjónustu. Lögin voru sett í kjölfar ítarlegrar vinnu nefndar um lagalega stöðu íslenskrar tungu og táknmálsins. Segja má að löggjöfin mæli fyrir um ákveðinn ramma fyrir vöxt og framþróun þjóðtungunnar og útlisti það markmið löggjafans að vernda íslenska tungu. Ákvæði laganna eru um margt stefnuyfirlýsingar en minna um afmarkaðar kröfur utan ákveðinna skyldna sem lagðar eru á herðar opinberum aðilum. Finna má á stöku stað slíkar kröfur í gildandi löggjöf, svo sem nánar verður vikið að. 1. Merkingar, skilti, auglýsingar o.fl. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu er mælt fyrir um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Þar kemur jafnframt fram að leiðbeiningar sem nauðsynlegt er að fylgi með vöru eða þjónustu skuli vera á íslensku eða öðru Norðurlandamáli, þó ekki finnsku, eða ensku. Þá segir í lögunum að skriflegar ábyrgðaryfirlýsingar skuli vera á íslensku. Neytendastofa hefur eftirlit með framfylgd löggjafarinnar en af lauslegri athugun á úrlausnum hennar verður ekki ráðið að mikið hafi reynt á umrædd ákvæði. Almenningur á Íslandi getur sent ábendingar til Neytendastofu en brot á reglunum varða ýmsum viðurlögum. Menningar- og viðskiptaráðherra og forstjóri Neytendastofu skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu um að umræddum ákvæðum skyldi meiri gaumur gefinn. Velta má því fyrir sér hvort eðlilegt væri að lögfesta frekari kröfur til fyrirtækja um merkingar vöru og þjónustu á Íslandi og sem beint er að íslenskum neytendum þannig að kröfur um notkun íslensku nái til allra merkinga, skilta, matseðla, skjátexta og annars konar upplýsinga, en ekki einungis auglýsinga líkt og nú er kveðið á um. Með slíkri löggjöf væri ekki bannað að hafa tilgreindar upplýsingar jafnframt á öðru tungumáli en með beinum hætti mælt fyrir um að íslenska skuli notuð og vera í forgrunni. Skoðast það í ljósi þess að markmið slíkrar löggjafar er ekki einvörðungu að vernda tungumálið heldur jafnframt neytendavernd. Ef slíkar reglur yrðu lögfestar væri rétt að mæla fyrir um góðan aðlögunartíma, greiðar kæruleiðir fyrir neytendur og opinbera birtingu úrlausna um brot fyrirtækja. Ítrekuð brot á reglunum gætu svo leitt til sekta. 2. Talsetningar og þýðingar Í lögum um fjölmiðla er meginreglan sú að með efni sem fjölmiðlar miðla til íslenskra notenda skuli fylgja íslenskt tal eða texti eftir því sem við á. Þá er sérstaklega vikið að því í lögum um Ríkisútvarpið að efni á erlendu máli skuli fylgja íslenskt tal, íslensk talsetning eða texti á íslensku. Umrædd ákvæði tryggja að fjölmiðlar sem starfa hér á landi talsetji efni fyrir börn og láti texta fylgja með erlendu sjónvarpsefni sem beint er að fullorðnum einstaklingum. Sá ágalli er á núverandi löggjöf að hún er staðbundin, þ.e. hún nær ekki til erlendra streymisveitna sem beina efni að íslenskum notendum. Telja verður skoðunarvert að víkka gildissvið reglna af þessum toga þannig að þær nái jafnframt til erlendra aðila sem beina efni að íslenskum notendum. Slík löggjöf væri ekki ný af nálinni enda eru ýmis lög hér á landi sem leggja kvaðir á fyrirtæki sem staðfestu hafa erlendis. Samhliða þessu, og svo sem Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðinum hefur lengi barist fyrir, þá væri rétt að veita opinber framlög til stuðnings textun og talsetningu þannig að auðsótt og ódýrt sé fyrir íslenska og erlenda aðila að fá efni talsett og þýtt. Skoðast það meðal annars í samhengi við framlög sem veitt eru til bókmennta sem ritaðar eru á íslensku samkvæmt lögum um stuðning við útgáfu bóka á íslensku frá árinu 2018. Æskilegt er jafnframt að við talsetningu og textun verði tryggt að upphaflegir rétthafar myndefnis sæti afnotakvöðum þannig að síðari rétthafi, svo sem barnaefnis í streymisveitu, eigi greiðan aðgang að talsetningu. Í fyrrnefndri tillögu að þingsályktun er ámálgað að til greina komi að stofna talsetningar- og textasjóði, en fastmótaðar tillögur eru ekki settar fram í þeim efnum. 3. Stuðningur við fólk af erlendum uppruna Í lögum um íslenskan ríkisborgararétt er mælt fyrir um að eitt af skilyrðum þess að öðlast íslenskan ríkisborgararétt sé að umsækjandi hafi staðist próf í íslensku. Þá er jafnframt ráðgert að svo útlendingur geti hlotið ótímabundið dvalarleyfi skuli hann hafa sótt námskeið í íslensku fyrir útlendinga, en undanþágur eru frá þessu skilyrði, m.a. varðandi ríkisborgara frá EES-svæðinu. Auk þessa er á víð og dreif í löggjöf mælt fyrir um að íslenskunámskeið skuli vera aðgengileg og að vekja skuli athygli innflytjenda á slíkum námskeiðum. Nauðsynlegt er að aukið verði enn framboð í íslenskukennslu, bæði með hefðbundnum kennslustundum sem og með stafrænum hætti, en mörg verkefni hafa gefið góða raun, svo sem Íslenskuþorpið, Gefum íslensku séns auk stafrænna forrita á borð við LingQ, Bara tala og Icelandic Online. Að auki má ætla að ýmsir hvatar gætu aukið og greitt fyrir áhuga aðfluttra á að læra grunnatriði í íslensku, svo sem fyrir tilstilli atvinnurekenda með kröfum um aðgengi að íslenskukennslu í kjarasamningum. Þá kann til dæmis að vera hvetjandi ef kjarasamningar mæltu fyrir um rétt einstaklinga til þess að sækja námskeið í íslensku og til að þreyta grunnpróf í íslensku, sem aukið gæti möguleika á framgangi og þróun í starfi, m.a. fyrir tilstuðlan kjarasamningsbundinna réttinda. Í fyrrnefndri tillögu til þingsályktunar má segja að kennsla í íslensku fyrir innflytjendur sé í forgrunni og þar eru settar fram margar metnaðarfullar hugmyndir sem vonandi verður hrint í framkvæmd, s.s. hvað varðar starfstengt íslenskunám, aukin gæði íslenskunáms og aðgengi að fjarnámi í íslensku á BA-stigi. Hitt skiptir ekki síður máli að íslenskumælandi íbúar landsins tali eftir fremsta megni íslensku óháð uppruna viðmælandans og hjálpi fólki með annað móðurmál að aðlagast samfélaginu; umberi alls konar útgáfur af íslensku. Innflytjendum er lítill greiði gerður ef ávallt er skipt yfir í ensku í hefðbundnum samtölum og þeir svo í raun jaðarsettir þegar kemur að fullri aðlögun að íslensku samfélagi. Það er því vart nægjanlegt í fyrirliggjandi samhengi að beina sjónum eingöngu að fólki af erlendum uppruna heldur jafnframt að íslenskumælandi íbúum landsins. 4. Þjóðarátak Í viku íslenskunnar, í tengslum við dag íslenskrar tungu, stóð menningar- og viðskiptaráðuneytið fyrir auglýsingum sem ætlað var að auka meðvitund og umræðu um stöðu íslenskrar tungu. Í herferðinni var meðal annars slengt slanguryrðum við þekktar setningar, s.s. hlíðin er slay. Þáttastjórnendur í hlaðvarpsþættinum Teboðið höfðu sætt nokkurri gagnrýni fyrir að sletta mikið á ensku og brugðust þeir við gagnrýninni með því að taka upp þátt sem átti að vera án enskuslettna, en sú tilraun bar takmarkaðan árangur. Höfðu stjórnendurnir orð á því hve erfitt væri að tala „lýtalausa“ íslensku. Án þess að fella nokkra sleggjudóma má ætla að þáttastjórnendurnir séu ekki einir um að eiga erfitt með að tjá sig án þess að leita í enskuna heldur sé um að ræða birtingarmynd almennrar þróunar, svo sem jafnframt má ráða af sláandi niðurstöðum PISA-könnunar um lesskilning 15 ára grunnskólanema. Mikilvægt er að minna rækilega á að öll tjáning hefur áhrif á framgang fólks í leik og starfi og sé vel sáð í þeim efnum standa einstaklingar til muna betur að vígi, hvert sem litið er, en þeir sem lítil tök hafa á tungumálinu. Telja verður tilefni til þess að standa fyrir metnaðarfullu þjóðarátaki fyrir íslenskuna á jákvæðum forsendum þar sem bæði gömul og ný orð og nýyrði yrðu kynnt á ýmsum vettvangi, svo sem í skólum, á ljósvakamiðlum og samfélagsmiðlum. Hugsa mætti að einn mánuður á ári yrði helgaður íslenskunni, til dæmis „Slettulaus september“, þar sem þáttastjórnendur í sjónvarpi, útvarpi, hlaðvörpum og öðrum miðlum myndu leitast eftir fremsta megni við að sletta ekki heldur tala kjarnyrta íslensku og búa til og kynna orð og nýyrði. Jafnvel mætti mæla svo fyrir um að tiltekinn fjöldi slettna þáttastjórnenda og gesta myndi leiða til „slettugreiðslna“ sem rynnu til góðgerðarmálefna. Að lokum Áhyggjur af stöðu og þróun íslenskunnar varða ekki aðeins núverandi íbúa landsins heldur jafnframt komandi kynslóðir. Það ætti að vera keppikefli stjórnvalda að fjölga einstaklingum sem geta tjáð sig í ræðu og riti á íslensku enda er kunnátta í tungumálinu ein forsenda þess að fólk af erlendum uppruna aðlagist samfélaginu. Markmiðið að gæta að íslenskunni á ekkert skylt við annarleg sjónarmið útlendingaandúðar. Með því hvetja aðflutta til að læra íslensku, og gera þeim það eins einfalt og kostur er, eru þeim flestir vegir færir til þátttöku í samfélaginu og hættan á stéttaskiptingu minnkar til muna. Mikilvægt er að þeir sem hafa íslensku að móðurmáli sýni alls konar íslensku skilning og aðstoði þá er feta sín fyrstu spor á íslensku. Þá eru landsmenn hverju sinni vörslumenn tungumálsins og mörg sérauðkenni Íslendinga kunna að skolast brott ef ekki er unnið með markvissum hætti að vexti og framgangi íslenskunnar. Vernd íslenskunnar þýðir ekki að tungumálið eigi að haldast með öllu óbreytt, heldur einmitt að það taki breytingum í takt við samfélagið. Mikilvægt er hins vegar að minna okkur reglulega á fegurð og fjölbreytni tungumálsins. Franska leiðin svonefnda er reifuð til umhugsunar um hvernig styrkja má stöðu íslenskunnar. Þótt franska málsamfélagið sé til muna stærra en hið íslenska, og að því leyti til einfaldara að mæla fyrir um skyldur erlendra aðila til að gera efni aðgengilegt á frönsku, mætti til andsvara benda á að íslenska er örmál í hinum stóra heimi og hættan á hnignun hennar ekki síður mikil. Leiðarstefið í allri reglusetningu um íslensku ætti að taka mið af því að íslenska sé í forgrunni hér á landi án þess að banna upplýsingagjöf, myndefni og texta jafnframt á öðrum tungumálum. Þá er mikilvægt svo að tungumálakröfur með löggjöf nái tilsettum árangri að auðsótt og hagkvæmt sé fyrir fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu hér á landi að fá greiðan aðgang að þjónustu við talsetningu og þýðingarvinnu. Kraft verður að setja í brýna varnar- og sóknarbaráttu fyrir íslenska tungu. Höfundur er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun