Fimmfalda aðgangseyrinn í Guðlaugu: „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi“ Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 13:02 Þessir gestir þurftu ekkert að borga fyrir aðgang að Guðlaugu, þegar hún var opnuð árið 2018. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri á Akranesi. Vísir Aðgangur að Guðlaugu á Akranesi kostar nú 2.500 krónur fyrir fullorðna. Gjaldtaka í laugina hófst árið 2021 og var þangað til nú aðeins 500 krónur. Bæjarstjóri Akraness segir hækkunina til komna vegna kostnaðarhækkana í tengslum við kröfur um aukna þjónustu. Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“ Akranes Sundlaugar Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“
Akranes Sundlaugar Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira