Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 13:30 Freyr Alexandersson á verðugt verkefni fyrir höndum í Belgíu. Getty/Jan Christensen Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson. Belgíski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira
Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson.
Belgíski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira