Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 12:07 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/einar Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum.
Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni