Saga Einars hvatning: Meðan aðrir voru með lóð var hann með prik Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 09:31 Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun nóvember og er nú á leið á sitt fyrsta stórmót. vísir/Hulda Margrét Einar Þorsteinn Ólafsson spilaði aldrei fyrir yngri landslið Íslands og var um tíma nálægt því að skipta alfarið yfir í körfubolta, en nú er hann á leið á sitt fyrsta stórmót; EM í handbolta í Þýskalandi. Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“ Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“
Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira