Fluglitakóði færður í gulan yfir Grímsvötnum Lovísa Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 18:02 Flogið yfir Grímsvötn og Skeiðarársand í Grímsvatnahlaup RAX Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð. „Þetta var gert rétt áðan. Það eru viðmið sem við erum með. Þetta er pínu óvanalegt. Það komu nokkrir skjálftar, sex eða sjö, yfir einn á klukkutíma. Þá erum við með það viðbragð að setja á gulan fluglitakóða. Það þýðir ekkert að það sé stopp bara að menn eru betur á varðbergi,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að það megi því fljúga yfir en að menn hafi það í huga að það geti eitthvað breyst á stuttum tíma. Þrátt fyrir að skjálftarnir séu ekki stórir þá sé þetta hefðbundið viðbragð, að hækka fluglitakóðann. Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins en þar hefur ekki gosið síðan 2011. Grímsvötn eru staðsett við vestanverða hásléttu Vatnajökuls. Á myndinni má sjá fluglitakóða á landinu öllu. Gult er yfir Grímsvötnum og á Reykjanesi.Mynd/Veðurstofan Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. 16. ágúst 2023 21:58 Þekkir Hnjúkinn og íshellana betur en aðrir: „Þessar ferðir björguðu okkur úr sárri örbirgð“ Einar Rúnar Sigurðsson á bænum Hofsnesi í Öræfum hefur farið í vel á fjórða hundrað ferðir upp á Hvannadalshnjúk. Hann hefur einnig fundið flesta íshellana í Vatnajökli sem eru síbreytileg undraveröld. Einar segir ferðamennskuna hafa bjargað fjölskyldu sinni og sveitinni þarna um kring. 30. júlí 2023 08:01 Engar sýnilegar breytingar á virkni í Grímsvötnum Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní. 20. júní 2023 06:59 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
„Þetta var gert rétt áðan. Það eru viðmið sem við erum með. Þetta er pínu óvanalegt. Það komu nokkrir skjálftar, sex eða sjö, yfir einn á klukkutíma. Þá erum við með það viðbragð að setja á gulan fluglitakóða. Það þýðir ekkert að það sé stopp bara að menn eru betur á varðbergi,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að það megi því fljúga yfir en að menn hafi það í huga að það geti eitthvað breyst á stuttum tíma. Þrátt fyrir að skjálftarnir séu ekki stórir þá sé þetta hefðbundið viðbragð, að hækka fluglitakóðann. Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins en þar hefur ekki gosið síðan 2011. Grímsvötn eru staðsett við vestanverða hásléttu Vatnajökuls. Á myndinni má sjá fluglitakóða á landinu öllu. Gult er yfir Grímsvötnum og á Reykjanesi.Mynd/Veðurstofan
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. 16. ágúst 2023 21:58 Þekkir Hnjúkinn og íshellana betur en aðrir: „Þessar ferðir björguðu okkur úr sárri örbirgð“ Einar Rúnar Sigurðsson á bænum Hofsnesi í Öræfum hefur farið í vel á fjórða hundrað ferðir upp á Hvannadalshnjúk. Hann hefur einnig fundið flesta íshellana í Vatnajökli sem eru síbreytileg undraveröld. Einar segir ferðamennskuna hafa bjargað fjölskyldu sinni og sveitinni þarna um kring. 30. júlí 2023 08:01 Engar sýnilegar breytingar á virkni í Grímsvötnum Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní. 20. júní 2023 06:59 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. 16. ágúst 2023 21:58
Þekkir Hnjúkinn og íshellana betur en aðrir: „Þessar ferðir björguðu okkur úr sárri örbirgð“ Einar Rúnar Sigurðsson á bænum Hofsnesi í Öræfum hefur farið í vel á fjórða hundrað ferðir upp á Hvannadalshnjúk. Hann hefur einnig fundið flesta íshellana í Vatnajökli sem eru síbreytileg undraveröld. Einar segir ferðamennskuna hafa bjargað fjölskyldu sinni og sveitinni þarna um kring. 30. júlí 2023 08:01
Engar sýnilegar breytingar á virkni í Grímsvötnum Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní. 20. júní 2023 06:59