Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2024 08:00 Ráðstafanir Karls Wernerssonar hafa verið ástæða fjölda dómsmála síðustu ár. Aðsend Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að þrotabúið hafi annars vegar krafist þess að viðurkennt yrði að samkomulag á milli þrotabúsins og Gyðu, dagsett 1. október 2021, um félagið Nordic Pharma Investment Ltd., NPI, væri ógilt og hins vegar að ráðstöfun Karls Emils, sem fólst í því að hann afsalaði, með framsalsyfirlýsingu sem á er rituð dagsetningin 27. mars 2018, til Gyðu hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á hans nafn í hluthafaskrá félagsins, yrði rift. Nýjasti kaflinn í langri sögu Málið sem hér um ræðir á rætur sínar að rekja til gjaldþrots Karls Wernerssonar þann 16. apríl árið 2018. Skiptabeiðandi var þrotabú Milestone ehf., sem var á árunum fyrir hrun umsvifamikið fjárfestingafélag í eigu Karls og tveggja systkina hans. Frestdagur við skiptin var ákveðinn 21. júlí árið 2017. Á fyrsta skiptafundi upplýsti gerði skiptastjóri fundarmönnum grein fyrir því að búið væri nær eignalaust og lýstar kröfur í búið næmu ríflega 13,5 milljörðum króna. Ráðstafaði ýmsu skömmu fyrir þrot Skiptastjóri þrotabúsins hefur síðustu ár verið duglegur við að höfða mál á hendur fólki og félögum sem Karl afsalaði eignum sínum til í aðdraganda gjaldþrotsins. Til að mynda féllst Landsréttur á þá túlkun héraðsdóms að Karli hefði ekki verið heimilt að ráðstafa glæsihýsi á Ítalíu, einbýlishúsi á Akranesi og Mercedes Benz bifreið til Faxa ehf. árin 2016 og 2017. Jón Hilmar Karlsson, sonur Karls, eignaðist Faxa ehf. eftir að Karl var dæmdur í fangelsi árið 2016. Faxar ehf. er hluti af félagasamsteypu sem á Lyf og heilsu. Þá féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra þar sem ráðstöfun Karls á félaginu Toska ehf. til Jóns Hilmars árið 2014 var rift. Aftur á móti var kröfu þrotabúsins um afhendingu félagsins vísað frá þar sem talið var að það hefði aukist í virði frá ráðstöfuninni. Því var Jón Hilmar dæmdur til þess að greiða þrotabúinu 465,6 milljónir króna, áætlað virði félagsins við ráðstöfunina, að frádregnu kaupverðinu, 1,13 milljónum króna. Þá var Jóni Hilmari gert að greiða þrotabúinu 21,3 milljónir króna í málskostnað. Landsréttur hefur þegar staðfest frávísunarúrskurð héraðsdóms og niðurstöðu héraðsdóms að öðru leyti hefur verið áfrýjað. Sömdu um að búið færi ekki á eftir aflandsfélaginu Mál það sem hér um ræðir er sem áður segir tvíþætta. Fyrsta krafa þrotabúsins var sú að viðurkennt yrði með dómi að samningi milli þess og Gyðu væri ógildur. Samningurinn sneri að ágreiningi varðandi NPI, framsal þess til Gyðu og úthlutun NPI úr þrotabúi Háttar ehf., gjaldþrota félags sem tengdist Karli. Áður en samningurinn var gerður hafði Gyða sent tölvupóst til lögmanns þar sem hún lýsti því yfir, sem eini eigandi NPI, að hún veiti lögmanninum umboð til að móttaka greiðslu úr þrotabúi Háttar ehf., að fjárhæð 3.834.843 krónur. Þrotabúið mótmælti þessari ráðstöfun úr búi Háttar og taldi að það ætti með réttu að fá úthlutunina. Í samningnum sagði að Gyða, sem eini eigandi NPI, samþykki að milljónirnar 3,8 verði greiddar í þrotabúið. Þá sagði að þrotabúið lýsti því yfir á móti að það myndi ekki rifta, eða gera tilraun til að rifta, framsali hluta í NPI til Gyðu, fengi það greiðsluna. Það myndi því ekki höfða mál á hendur Gyðu. Eignalaust eða hálfs milljarðs virði? „Yfirlýsing þrotabúsins skv. 2. mgr. er háð þeirri forsendu að Gyða hefur upplýst og ábyrgist að NPI sé, eftir því sem hún best veit, við framsalið og enn þann dag í dag eignalaust félag fyrir utan þá kröfu sem samkomulag þetta fjallar um. Komi síðar í ljós að framangreindar forsendur séu ekki réttar og að NPI hafi við framsalið eða eftir það tímamark átt eignir að fjárhæð 2.000.000 krónur eða meira áskilur þrotabúið sér rétt til riftunar samkomulags þessa og krefjast skaðabóta. Áskilur GH sér þá allan rétt til þess að mótmæla slíkri riftun,“ segir í samkomulaginu. Sem áður segir taldi þrotabúið að NPI byggi yfir eignum að virði ríflega 500 milljóna króna og því lét þrotabúið reyna á samningsákvæðið hér að ofan. Fjárfestingaleið Seðlabankans blandast í málið Í dóminum segir að við skýrslutöku hjá skiptastjóra hafi Karl verið inntur eftir því hvort hann eða félög í hans eigu hefðu tekið inn fjármuni í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Hann hafi kveðist ekki hafa gert það en upplýst hafi verið að áðurnefnt Toska ehf. hefði gert það. Fjárfestingarleið Seðlabankans var liður í gjaldeyrisútboði Seðlabankans á árunum 2011 til 2015, sem ætlað var að auka gjaldeyrisforða bankans. Fjárfestingarleiðin gerði fólki kleift að kaupa íslenskar krónur með erlendum gjaldeyri á 20 prósent „afslætti“. Toska ehf. hafi gefið út skuldabréf í tengslum við útboðið, eitt að nafnverði 90.000.000 króna og annað að nafnverði 150.000.000 króna, með 7,8 prósent vöxtum, sem áttu að greiðast með fimm afborgunum á árunum 2018-2022. Í ársreikningi Toska ehf. vegna ársins 2013 hafi komið fram að greiðsluskilmálum bréfanna hafi verið breytt þannig að þau eigi að greiðast á árinu 2027 eða síðar. Skiptastjóri hafi innt Karl eftir því hver væri kröfuhafinn og eigandinn að skuldabréfunum en hann ekki svarað því. NPI átti skuldabréfin Í dóminum segir að við rannsókn héraðssaksóknara á ýmsum málum sem tengdust þrotabúinu og hugsanlegu undanskoti eigna að NPI væri ekki eignalaust félag og hefði ekki verið það við framsalið til Gyðu. Nánar tiltekið lægi fyrir að Nasdaq verðbréfamiðstöð hafi upplýst með tölvupósti 21. og 22. júní 2022 að NPI væri eigandi framangreindra skuldabréfa á Toska ehf. og að Karl hefði verið tengiliður. Starfsmaður Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, hafi staðfest þetta fyrir dómi. Þannig yrði að gera ráð fyrir að NPI sé enn þá kröfuhafi og eigandi bréfanna og væri það Gyðu að sýna fram á annað en það hafi hún ekki gert. Óundirritaðir ársreikningar NPI sem Gyða hafi upphaflega lagt fram í málinu vegna áranna 2016 og 2017, þar sem fram hafi komi að engar eignir væru í félaginu og félagið því einskis virði fengu þessari niðurstöðu ekki breytt. Mátti vita að félagið væri ekki eignalaust Í dóminum segir að Gyðu hefði mátt vera fyllilega ljóst af samkomulaginu 1. október 2021 að eignaleysi félagsins NPI hafi verið beint skilyrði eða forsenda og haft úrslitaáhrif um gerð þess. Hún hafi ekki orðið við áskorun þrotabúsins um að gefa skýrslu fyrir dómi til að upplýsa um vitneskju sína. Að mati dómsins hljóti Gyða að hafa vitað um eignir NPI. Í því sambandi verði að líta til þess að hún er sambýliskona Kals, sem framseldi félagið til hennar og hún var búin að vera eini eigandi þess í um þrjú og hálft ár áður en samkomulagið var gert. Hafi hún við framsalið ekki þekkt til eigna sem voru í félaginu hafi henni borið að kynna sér eignir og stöðu félagsins áður en hún tók við því og í öllu falli áður en hún gerði samkomulagið við þrotabúið. Verði hún að bera hallann af því að hafa ekki gert það. Verður því lagt til grundvallar að hún hafi verið grandsöm um eignir í félaginu. Þrotabúinu hafi því verið heimilt að rifta samkomulaginu enda hafi þar sérstaklega verið tiltekið að kæmi í ljós að forsendan um eignaleysi félagsins væri ekki rétt þá áskildi þrotabúið sér rétt til að rifta því, eins og hann gerði 14. desember 2022. Vegna þessa sérstaka áskilnaðar í samkomulaginu varðandi riftun sé rétt að fallast á varakröfu þrotabúsins um riftun en ekki ógildingu á grundvelli almennra reglna um brostnar forsendur eða ákvæða laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Afsalið einungis til þess að skjóta eignum undan Niðurstaða dómsins hvað varðar seinni kröfu þrotabúsins, um riftun ráðstöfunar hluta Karls í NPI til Gyðu er öllu einfaldari. Þar segir að fyrir liggi að ráðstöfunin hafi verið gerð eftir frestdag gjaldþrotaskiptanna og því farið fram á því tímabili sem 139. grein laga um gjaldþrotaskipti og fleira tekur til. Greinin kveður meðal annars á um að heimilt er að krefjast riftunar ráðstafana sem hafa verið gerðar eftir frestdag nema ráðstöfunin hafi verið nauðsynleg í þágu atvinnurekstrar þrotamannsins, eðlileg af tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánardrottna eða til að fullnægja daglegum þörfum. Í dóminum segir að þær ráðstafanir sem ákvæðið tekur til séu ekki tilgreindar í ákvæðinu og litið hafi verið svo á að reglan sé víðtæk og nái til hvers konar ráðstafana sem gerðar hafa verið eftir frestdag. Almenn skilyrði riftunar þurfi hins vegar að vera fyrir hendi, um að þrotabú hafi orðið fyrir tjóni og að riftun myndi leiða til hærri úthlutunar úr búinu. NPI hafi verið framselt til Gyðu án nokkurs endurgjalds en í því hafi verið verðmætar eignir og Gyða verið grandsöm um þau, líkt og reifað er hér að framan. Þá hafi Gyðu einnig verið fullkunnugt um yfirvofandi gjaldþrot Karls. „Verður ekki annað séð en að ráðstöfuninhafi einungis veriðí þeim tilgangi að skjóta undan eignum þrotamanns. Er augljóst að ráðstöfuninhafi verið kröfuhöfum til tjóns þar sem eignir í félaginu hafi ekki verið þeim til reiðu við fullnustu á kröfum þeirra. Þannig er uppfyllt það almenna skilyrði riftunar að þrotabúið hafi orðið fyrir tjóni vegna ráðstöfunarinnar og að riftun leiði til þess að möguleikar kröfuhafa til fullnustu á kröfum sínum aukist í kjölfar riftunar.“ Ráðstöfunin hafi því verið riftanleg. Krafan ekki fyrnd Þá segir í dóminum að Gyða hafi borið fyrir sig að krafa um riftun hafi verið fyrnd þegar málið var höfðað, samanber ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda. Samkvæmt þeim er krafa um riftun almenn krafa sem fyrnist á fjórum árum en málið var höfðað rúmum fjórum árum eftir að þrotabú Karls var tekið til skipta. Í dóminum segir að fyrningarfrestur kröfu reiknist frá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda. Fyrningarfrestur kröfu um skaðabætur reiknist hins vegar frá þeim degi sem tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Það hafi ekki verið fyrr en skiptastjóra bárust gögn frá héraðssaksóknara 21. og 22. júní 2022 sem fyrir lá staðfesting um að NPI væri skráður eigandi umræddra skuldabréfa. Málið væri því höfðað innan tilskilinna tímafresta og kröfur ófyrndar. Gyða þarf að skila hlutunum eða borga tvær milljónir á dag Lokaniðurstaða héraðsdóms er sú að samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti og fleira sé heimilt, ef aðili krefst þess, að skila greiðslum í þeim mæli sem þær eru enn til, enda verði það gert án óhæfilegrar rýrnunar verðmæta. Jafna skuli greiðslur eftir því sem þarf með peningagreiðslum. Um sé að ræða mikil verðmæti í félaginu NPI og hafi mikla hagsmuni af aðalkröfusinni um skil. Ekkert annað sé komið fram í málinu en að verðmætin séu enn þá til og að þeim verði skilað án óhæfilegrar verðrýrnunar, en eins og atvikum er háttað beri Gyða sönnunarbyrði um annað. Með vísan tilframangreinds sé fallist á kröfu þrotabúsins um að Gyðu beri að skila til þrotabúsins hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á nafn Karls Emils Wernerssonar í hluthafaskrá félagsins Nordic Pharma Investment Ltd., sem stofnað var á Bresku Jómfrúareyjunum, að viðlögðum dagsektum. Við ákvörðun dagsekta verði að horfa til þess að um mikla hagsmuni er að ræða og þær þurfi að vera háar. Þrotabúið hafi bent á að í öðru riftunarmáli þrotabús Karls hafi niðurstaða dómstóla um dagsektir ekki verið virt. Fjárhæð dagsekta sé því ákveðin 2.000.000 króna, sem skuli falla til þrjátíu dögum eftir uppkvaðningu dómsins. Þá var Gyðu gert að greiða þrotabúinu 7,5 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Fjármálafyrirtæki Hrunið Milestone-málið Tengdar fréttir Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ 24. mars 2022 09:20 Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að þrotabúið hafi annars vegar krafist þess að viðurkennt yrði að samkomulag á milli þrotabúsins og Gyðu, dagsett 1. október 2021, um félagið Nordic Pharma Investment Ltd., NPI, væri ógilt og hins vegar að ráðstöfun Karls Emils, sem fólst í því að hann afsalaði, með framsalsyfirlýsingu sem á er rituð dagsetningin 27. mars 2018, til Gyðu hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á hans nafn í hluthafaskrá félagsins, yrði rift. Nýjasti kaflinn í langri sögu Málið sem hér um ræðir á rætur sínar að rekja til gjaldþrots Karls Wernerssonar þann 16. apríl árið 2018. Skiptabeiðandi var þrotabú Milestone ehf., sem var á árunum fyrir hrun umsvifamikið fjárfestingafélag í eigu Karls og tveggja systkina hans. Frestdagur við skiptin var ákveðinn 21. júlí árið 2017. Á fyrsta skiptafundi upplýsti gerði skiptastjóri fundarmönnum grein fyrir því að búið væri nær eignalaust og lýstar kröfur í búið næmu ríflega 13,5 milljörðum króna. Ráðstafaði ýmsu skömmu fyrir þrot Skiptastjóri þrotabúsins hefur síðustu ár verið duglegur við að höfða mál á hendur fólki og félögum sem Karl afsalaði eignum sínum til í aðdraganda gjaldþrotsins. Til að mynda féllst Landsréttur á þá túlkun héraðsdóms að Karli hefði ekki verið heimilt að ráðstafa glæsihýsi á Ítalíu, einbýlishúsi á Akranesi og Mercedes Benz bifreið til Faxa ehf. árin 2016 og 2017. Jón Hilmar Karlsson, sonur Karls, eignaðist Faxa ehf. eftir að Karl var dæmdur í fangelsi árið 2016. Faxar ehf. er hluti af félagasamsteypu sem á Lyf og heilsu. Þá féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra þar sem ráðstöfun Karls á félaginu Toska ehf. til Jóns Hilmars árið 2014 var rift. Aftur á móti var kröfu þrotabúsins um afhendingu félagsins vísað frá þar sem talið var að það hefði aukist í virði frá ráðstöfuninni. Því var Jón Hilmar dæmdur til þess að greiða þrotabúinu 465,6 milljónir króna, áætlað virði félagsins við ráðstöfunina, að frádregnu kaupverðinu, 1,13 milljónum króna. Þá var Jóni Hilmari gert að greiða þrotabúinu 21,3 milljónir króna í málskostnað. Landsréttur hefur þegar staðfest frávísunarúrskurð héraðsdóms og niðurstöðu héraðsdóms að öðru leyti hefur verið áfrýjað. Sömdu um að búið færi ekki á eftir aflandsfélaginu Mál það sem hér um ræðir er sem áður segir tvíþætta. Fyrsta krafa þrotabúsins var sú að viðurkennt yrði með dómi að samningi milli þess og Gyðu væri ógildur. Samningurinn sneri að ágreiningi varðandi NPI, framsal þess til Gyðu og úthlutun NPI úr þrotabúi Háttar ehf., gjaldþrota félags sem tengdist Karli. Áður en samningurinn var gerður hafði Gyða sent tölvupóst til lögmanns þar sem hún lýsti því yfir, sem eini eigandi NPI, að hún veiti lögmanninum umboð til að móttaka greiðslu úr þrotabúi Háttar ehf., að fjárhæð 3.834.843 krónur. Þrotabúið mótmælti þessari ráðstöfun úr búi Háttar og taldi að það ætti með réttu að fá úthlutunina. Í samningnum sagði að Gyða, sem eini eigandi NPI, samþykki að milljónirnar 3,8 verði greiddar í þrotabúið. Þá sagði að þrotabúið lýsti því yfir á móti að það myndi ekki rifta, eða gera tilraun til að rifta, framsali hluta í NPI til Gyðu, fengi það greiðsluna. Það myndi því ekki höfða mál á hendur Gyðu. Eignalaust eða hálfs milljarðs virði? „Yfirlýsing þrotabúsins skv. 2. mgr. er háð þeirri forsendu að Gyða hefur upplýst og ábyrgist að NPI sé, eftir því sem hún best veit, við framsalið og enn þann dag í dag eignalaust félag fyrir utan þá kröfu sem samkomulag þetta fjallar um. Komi síðar í ljós að framangreindar forsendur séu ekki réttar og að NPI hafi við framsalið eða eftir það tímamark átt eignir að fjárhæð 2.000.000 krónur eða meira áskilur þrotabúið sér rétt til riftunar samkomulags þessa og krefjast skaðabóta. Áskilur GH sér þá allan rétt til þess að mótmæla slíkri riftun,“ segir í samkomulaginu. Sem áður segir taldi þrotabúið að NPI byggi yfir eignum að virði ríflega 500 milljóna króna og því lét þrotabúið reyna á samningsákvæðið hér að ofan. Fjárfestingaleið Seðlabankans blandast í málið Í dóminum segir að við skýrslutöku hjá skiptastjóra hafi Karl verið inntur eftir því hvort hann eða félög í hans eigu hefðu tekið inn fjármuni í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Hann hafi kveðist ekki hafa gert það en upplýst hafi verið að áðurnefnt Toska ehf. hefði gert það. Fjárfestingarleið Seðlabankans var liður í gjaldeyrisútboði Seðlabankans á árunum 2011 til 2015, sem ætlað var að auka gjaldeyrisforða bankans. Fjárfestingarleiðin gerði fólki kleift að kaupa íslenskar krónur með erlendum gjaldeyri á 20 prósent „afslætti“. Toska ehf. hafi gefið út skuldabréf í tengslum við útboðið, eitt að nafnverði 90.000.000 króna og annað að nafnverði 150.000.000 króna, með 7,8 prósent vöxtum, sem áttu að greiðast með fimm afborgunum á árunum 2018-2022. Í ársreikningi Toska ehf. vegna ársins 2013 hafi komið fram að greiðsluskilmálum bréfanna hafi verið breytt þannig að þau eigi að greiðast á árinu 2027 eða síðar. Skiptastjóri hafi innt Karl eftir því hver væri kröfuhafinn og eigandinn að skuldabréfunum en hann ekki svarað því. NPI átti skuldabréfin Í dóminum segir að við rannsókn héraðssaksóknara á ýmsum málum sem tengdust þrotabúinu og hugsanlegu undanskoti eigna að NPI væri ekki eignalaust félag og hefði ekki verið það við framsalið til Gyðu. Nánar tiltekið lægi fyrir að Nasdaq verðbréfamiðstöð hafi upplýst með tölvupósti 21. og 22. júní 2022 að NPI væri eigandi framangreindra skuldabréfa á Toska ehf. og að Karl hefði verið tengiliður. Starfsmaður Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, hafi staðfest þetta fyrir dómi. Þannig yrði að gera ráð fyrir að NPI sé enn þá kröfuhafi og eigandi bréfanna og væri það Gyðu að sýna fram á annað en það hafi hún ekki gert. Óundirritaðir ársreikningar NPI sem Gyða hafi upphaflega lagt fram í málinu vegna áranna 2016 og 2017, þar sem fram hafi komi að engar eignir væru í félaginu og félagið því einskis virði fengu þessari niðurstöðu ekki breytt. Mátti vita að félagið væri ekki eignalaust Í dóminum segir að Gyðu hefði mátt vera fyllilega ljóst af samkomulaginu 1. október 2021 að eignaleysi félagsins NPI hafi verið beint skilyrði eða forsenda og haft úrslitaáhrif um gerð þess. Hún hafi ekki orðið við áskorun þrotabúsins um að gefa skýrslu fyrir dómi til að upplýsa um vitneskju sína. Að mati dómsins hljóti Gyða að hafa vitað um eignir NPI. Í því sambandi verði að líta til þess að hún er sambýliskona Kals, sem framseldi félagið til hennar og hún var búin að vera eini eigandi þess í um þrjú og hálft ár áður en samkomulagið var gert. Hafi hún við framsalið ekki þekkt til eigna sem voru í félaginu hafi henni borið að kynna sér eignir og stöðu félagsins áður en hún tók við því og í öllu falli áður en hún gerði samkomulagið við þrotabúið. Verði hún að bera hallann af því að hafa ekki gert það. Verður því lagt til grundvallar að hún hafi verið grandsöm um eignir í félaginu. Þrotabúinu hafi því verið heimilt að rifta samkomulaginu enda hafi þar sérstaklega verið tiltekið að kæmi í ljós að forsendan um eignaleysi félagsins væri ekki rétt þá áskildi þrotabúið sér rétt til að rifta því, eins og hann gerði 14. desember 2022. Vegna þessa sérstaka áskilnaðar í samkomulaginu varðandi riftun sé rétt að fallast á varakröfu þrotabúsins um riftun en ekki ógildingu á grundvelli almennra reglna um brostnar forsendur eða ákvæða laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Afsalið einungis til þess að skjóta eignum undan Niðurstaða dómsins hvað varðar seinni kröfu þrotabúsins, um riftun ráðstöfunar hluta Karls í NPI til Gyðu er öllu einfaldari. Þar segir að fyrir liggi að ráðstöfunin hafi verið gerð eftir frestdag gjaldþrotaskiptanna og því farið fram á því tímabili sem 139. grein laga um gjaldþrotaskipti og fleira tekur til. Greinin kveður meðal annars á um að heimilt er að krefjast riftunar ráðstafana sem hafa verið gerðar eftir frestdag nema ráðstöfunin hafi verið nauðsynleg í þágu atvinnurekstrar þrotamannsins, eðlileg af tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánardrottna eða til að fullnægja daglegum þörfum. Í dóminum segir að þær ráðstafanir sem ákvæðið tekur til séu ekki tilgreindar í ákvæðinu og litið hafi verið svo á að reglan sé víðtæk og nái til hvers konar ráðstafana sem gerðar hafa verið eftir frestdag. Almenn skilyrði riftunar þurfi hins vegar að vera fyrir hendi, um að þrotabú hafi orðið fyrir tjóni og að riftun myndi leiða til hærri úthlutunar úr búinu. NPI hafi verið framselt til Gyðu án nokkurs endurgjalds en í því hafi verið verðmætar eignir og Gyða verið grandsöm um þau, líkt og reifað er hér að framan. Þá hafi Gyðu einnig verið fullkunnugt um yfirvofandi gjaldþrot Karls. „Verður ekki annað séð en að ráðstöfuninhafi einungis veriðí þeim tilgangi að skjóta undan eignum þrotamanns. Er augljóst að ráðstöfuninhafi verið kröfuhöfum til tjóns þar sem eignir í félaginu hafi ekki verið þeim til reiðu við fullnustu á kröfum þeirra. Þannig er uppfyllt það almenna skilyrði riftunar að þrotabúið hafi orðið fyrir tjóni vegna ráðstöfunarinnar og að riftun leiði til þess að möguleikar kröfuhafa til fullnustu á kröfum sínum aukist í kjölfar riftunar.“ Ráðstöfunin hafi því verið riftanleg. Krafan ekki fyrnd Þá segir í dóminum að Gyða hafi borið fyrir sig að krafa um riftun hafi verið fyrnd þegar málið var höfðað, samanber ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda. Samkvæmt þeim er krafa um riftun almenn krafa sem fyrnist á fjórum árum en málið var höfðað rúmum fjórum árum eftir að þrotabú Karls var tekið til skipta. Í dóminum segir að fyrningarfrestur kröfu reiknist frá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda. Fyrningarfrestur kröfu um skaðabætur reiknist hins vegar frá þeim degi sem tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Það hafi ekki verið fyrr en skiptastjóra bárust gögn frá héraðssaksóknara 21. og 22. júní 2022 sem fyrir lá staðfesting um að NPI væri skráður eigandi umræddra skuldabréfa. Málið væri því höfðað innan tilskilinna tímafresta og kröfur ófyrndar. Gyða þarf að skila hlutunum eða borga tvær milljónir á dag Lokaniðurstaða héraðsdóms er sú að samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti og fleira sé heimilt, ef aðili krefst þess, að skila greiðslum í þeim mæli sem þær eru enn til, enda verði það gert án óhæfilegrar rýrnunar verðmæta. Jafna skuli greiðslur eftir því sem þarf með peningagreiðslum. Um sé að ræða mikil verðmæti í félaginu NPI og hafi mikla hagsmuni af aðalkröfusinni um skil. Ekkert annað sé komið fram í málinu en að verðmætin séu enn þá til og að þeim verði skilað án óhæfilegrar verðrýrnunar, en eins og atvikum er háttað beri Gyða sönnunarbyrði um annað. Með vísan tilframangreinds sé fallist á kröfu þrotabúsins um að Gyðu beri að skila til þrotabúsins hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á nafn Karls Emils Wernerssonar í hluthafaskrá félagsins Nordic Pharma Investment Ltd., sem stofnað var á Bresku Jómfrúareyjunum, að viðlögðum dagsektum. Við ákvörðun dagsekta verði að horfa til þess að um mikla hagsmuni er að ræða og þær þurfi að vera háar. Þrotabúið hafi bent á að í öðru riftunarmáli þrotabús Karls hafi niðurstaða dómstóla um dagsektir ekki verið virt. Fjárhæð dagsekta sé því ákveðin 2.000.000 króna, sem skuli falla til þrjátíu dögum eftir uppkvaðningu dómsins. Þá var Gyðu gert að greiða þrotabúinu 7,5 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Fjármálafyrirtæki Hrunið Milestone-málið Tengdar fréttir Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ 24. mars 2022 09:20 Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ 24. mars 2022 09:20
Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04
Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30