Missti hálfa fjölskylduna í loftárás en er nú mætt til Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 18:39 Asil Al Masri er komin til Íslands. Vísir/Arnar Sautján ára stelpa sem kom hingað til lands frá Palestínu í dag segist himinlifandi og hlakkar til að læra tungumálið. Hluti fjölskyldu hennar lét lífið í sprengjuárás Ísraela fyrir þremur mánuðum. Sjálf missti hún fót í árásinni. Hin sautján ára Asil Al Masri er komin til Íslands eftir að hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hún er frá Palestínu og missti næstum því alla fjölskyldu sína í loftárás Ísraelshers í október á síðasta ári. Báðir foreldrar hennar létust sem og systir hennar. Asil komst af á lífi ásamt tveimur yngri frændsystkinum sínum sem dvelja nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjálf missti Asil vinstri fótinn í árásinni. Asil er ein þeirra tuttugu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt viku fyrir jól. Suleiman, bróðir hennar, hafði barist fyrir komu hennar um nokkurt skeið. Hann hefur sjálfur á Íslandi síðan árið 2020 en hann flúði Palestínu árið 2017. Systkinin höfðu ekki séð hvort annað í sex ár þegar hann sótti Asil í Belgíu. „Hún var svo lítil áður en nú er hún ung stúlka. Ég er svo glaður. Sex ár eru liðin. Allt er gott núna. Við erum svo heppin að fá Asil hingað til Íslands og við erum þakklát íslensku þjóðinni,“ segir Suleiman. Asil segist vera himinlifandi að vera komin til Íslands. Síðustu mánuðir hafi reynst henni afar erfiðir. „Ég er himinlifandi. Ég er afar þakklát öllu fólkinu sem hjálpaði mér að komast hingað og við að öðlast ríkisborgararéttinn. Ég þakka öllu fólkinu sem sagði sögu mína um allt Ísland,“ segir Asil. Hún hlakkar mest til þess að læra íslensku. „Ég ætla að læra tungumálið og vera í tengslum við samfélagið hér því ég mun eignast marga vini. Ég ætla að halda áfram í læknismeðferðinni, fara í skóla og halda áfram menntun minni. Síðan vonast ég til að fá framtíðarstarf,“ segir Asil. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hin sautján ára Asil Al Masri er komin til Íslands eftir að hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hún er frá Palestínu og missti næstum því alla fjölskyldu sína í loftárás Ísraelshers í október á síðasta ári. Báðir foreldrar hennar létust sem og systir hennar. Asil komst af á lífi ásamt tveimur yngri frændsystkinum sínum sem dvelja nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjálf missti Asil vinstri fótinn í árásinni. Asil er ein þeirra tuttugu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt viku fyrir jól. Suleiman, bróðir hennar, hafði barist fyrir komu hennar um nokkurt skeið. Hann hefur sjálfur á Íslandi síðan árið 2020 en hann flúði Palestínu árið 2017. Systkinin höfðu ekki séð hvort annað í sex ár þegar hann sótti Asil í Belgíu. „Hún var svo lítil áður en nú er hún ung stúlka. Ég er svo glaður. Sex ár eru liðin. Allt er gott núna. Við erum svo heppin að fá Asil hingað til Íslands og við erum þakklát íslensku þjóðinni,“ segir Suleiman. Asil segist vera himinlifandi að vera komin til Íslands. Síðustu mánuðir hafi reynst henni afar erfiðir. „Ég er himinlifandi. Ég er afar þakklát öllu fólkinu sem hjálpaði mér að komast hingað og við að öðlast ríkisborgararéttinn. Ég þakka öllu fólkinu sem sagði sögu mína um allt Ísland,“ segir Asil. Hún hlakkar mest til þess að læra íslensku. „Ég ætla að læra tungumálið og vera í tengslum við samfélagið hér því ég mun eignast marga vini. Ég ætla að halda áfram í læknismeðferðinni, fara í skóla og halda áfram menntun minni. Síðan vonast ég til að fá framtíðarstarf,“ segir Asil.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira