Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar segir að ökumaður hafi ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu og því hafi honum verið veitt eftirför. Skömmu fyrir veltuna hafi hraði bílsins mælst 160 km/klst. Farþegi í bílnum reyndist lítillega slasaður og var ökumaður einnig fluttur á heilbrigðisstofnun með áverka sem voru ekki lífshættulegir.
Málið er til rannsóknar og er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis en neitaði hins vegar að blása í áfengismæli. Í dagbók lögreglu segir að ökumenn sem neiti að gefa öndunarsýni sæti almennt lengri sviptingu ökuréttinda en ella.
Ætlaði að bremsa en gaf í
Fleiri ökumenn voru til vandræða. Í Miðborginnivar ökumaður stöðvaður án ökuréttinda en sá „hefur ítrekað verði stöðvaður vegna réttindaleysis áður“.
Í Kópavogi olli ökumaður „lítillegu eignatjóni þegar hann ók á grindverk“ en „þegar lögregla mætti á vettvang reyndist ökumaður hafa stigið á inngjöfina þegar hann hugðist bremsa“. Áreksturinn var afleiðing þess en engin slys urðu á fólki.
Þá var tilkynnt um ökutæki utan vegar á Þingvallavegi með ökumanni innanborðs. Það reyndist vera slysalaust umferðaróhapp.