Víkingur vann meðan Fjölnir og Leiknir skildu jöfn Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. janúar 2024 16:52 Víkingur stillti sterku liði upp og vann fyrsta leik Reykjavíkurmótsins gegn ungum og sprækum Fylkismönnum. Vísir/Hulda Margrét Undirbúningstímabil íslenskra knattspyrnuliða fyrir komandi átök í sumar hófst af alvöru með fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins í dag. Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings öttu kappi við Fylki í fyrsta leik dagsins. Leikmennirnir þrír sem sömdu við félagið á dögunum, Valdimar Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson, voru allir utan hóps. Gestirnir úr Árbænum gáfu nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Fylkismenn fengu sömuleiðis að vera þeir fyrstu til að klæða sig og undirbúa sig fyrir leik í nýjum gestaklefa Víkings sem vakið hefur mikla athygli. Víkingur komst marki yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu. Fylkismenn minnkuðu muninn rétt áður en hálfleiksflautið gall og jöfnuðu svo leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslandsmeistararnir bættu fljótlega úr því og skoruðu tvívegis til viðbótar. Sigurinn var svo endanlega tryggður þegar Aron Snær Guðbjörnsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Fylkis, var rekinn af velli undir lok leiks. Lokaniðurstaða 4-2 sigur Víkings á heimavelli hamingjunnar. Í seinni leik dagsins mættust svo Lengjudeildarliðin Fjölnir og Leiknir. Aftur kom mark snemma, Leiknir tók forystuna þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en Fjölnismenn jöfnuðu fljótlega. Það dró svo ekki aftur til tíðinda fyrr en undir lok leiks. Leiknismenn komust yfir á 80. mínútu en aftur jöfnuðu Fjölnismenn, aðeins fimm mínútum síðar. Liðin gengu því jöfn frá borði, lokaniðurstaða 2-2. Fyrirkomulag Reykjavíkurmótsins Liðin fjögur sem kepptust við í dag eru öll í A-riðli mótsins ásamt ÍR. Nágrannarnir Fylkir og Fjölnir mætast næsta fimmtudag, ÍR tekur svo á móti Víkingi í fyrsta mótsleik sínum næsta laugardag. B-riðillinn er svo skipaður Fram, KR, Val og Þrótti. Leikar hefjast þar næsta föstudag þegar ríkjandi Reykjavíkurmeistarar Fram heimsækja KR. Degi síðar tekur Valur á móti Þrótti. Stöðu riðlanna og leikjafyrirkomulag má finna hér (A-riðill) og hér (B-riðill). Sigurvegarar hvors riðils mætast í úrslitaleik þann 1. febrúar. Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla Víkingur Reykjavík Fjölnir Fylkir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings öttu kappi við Fylki í fyrsta leik dagsins. Leikmennirnir þrír sem sömdu við félagið á dögunum, Valdimar Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson, voru allir utan hóps. Gestirnir úr Árbænum gáfu nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Fylkismenn fengu sömuleiðis að vera þeir fyrstu til að klæða sig og undirbúa sig fyrir leik í nýjum gestaklefa Víkings sem vakið hefur mikla athygli. Víkingur komst marki yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu. Fylkismenn minnkuðu muninn rétt áður en hálfleiksflautið gall og jöfnuðu svo leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslandsmeistararnir bættu fljótlega úr því og skoruðu tvívegis til viðbótar. Sigurinn var svo endanlega tryggður þegar Aron Snær Guðbjörnsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Fylkis, var rekinn af velli undir lok leiks. Lokaniðurstaða 4-2 sigur Víkings á heimavelli hamingjunnar. Í seinni leik dagsins mættust svo Lengjudeildarliðin Fjölnir og Leiknir. Aftur kom mark snemma, Leiknir tók forystuna þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en Fjölnismenn jöfnuðu fljótlega. Það dró svo ekki aftur til tíðinda fyrr en undir lok leiks. Leiknismenn komust yfir á 80. mínútu en aftur jöfnuðu Fjölnismenn, aðeins fimm mínútum síðar. Liðin gengu því jöfn frá borði, lokaniðurstaða 2-2. Fyrirkomulag Reykjavíkurmótsins Liðin fjögur sem kepptust við í dag eru öll í A-riðli mótsins ásamt ÍR. Nágrannarnir Fylkir og Fjölnir mætast næsta fimmtudag, ÍR tekur svo á móti Víkingi í fyrsta mótsleik sínum næsta laugardag. B-riðillinn er svo skipaður Fram, KR, Val og Þrótti. Leikar hefjast þar næsta föstudag þegar ríkjandi Reykjavíkurmeistarar Fram heimsækja KR. Degi síðar tekur Valur á móti Þrótti. Stöðu riðlanna og leikjafyrirkomulag má finna hér (A-riðill) og hér (B-riðill). Sigurvegarar hvors riðils mætast í úrslitaleik þann 1. febrúar.
Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla Víkingur Reykjavík Fjölnir Fylkir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki