Álit og áskoranir vegna hvalveiða Orri Páll Jóhannsson skrifar 7. janúar 2024 06:00 Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að hún taki þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til hennar þá hyggst hún beita sér fyrir breytingum á löggjöfinni. Og af hverju segir hún það, jú vegna þess að það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 er byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Löggjafinn hefur þó komið sérstökum reglum um velferð dýra fyrir í lögum nr. 55/2013 og umboðsmaður gengur jafnframt út frá því í álitinu að hvalir sem spendýr falli undir gildissvið laga um velferð dýra og vísar þar t.a.m. í dóm héraðsdóms Suðurlands í tveimur málum. Engin annar kostur fær Þá er gott að rifja upp þær aðstæður sem uppi voru þegar ráðherra gaf út reglugerðina sem um ræðir. Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Sú skýrsla var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra setti í ágúst árið áður en markmiðið með henni var að stuðla að bættri velferð dýra. Niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið of langan tíma á hlutfalli af þeim dýrum sem veidd voru á veiðitímabilinu 2022 og olli þeim dýrum meiri sársauka en ásættanlegt er. Matvælastofnun fól í framhaldinu fagráði um velferð dýra, hvar í eiga sæti okkar helstu sérfræðingar í þessum málum, að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Það gerði fagráðið og skilaði sínu faglega áliti um miðjan júní sl. Taldi fagráðið að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða fagráðsins var því að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Og frammi fyrir þessu mati stóð ráðherra í júní sl. Átti ráðherra að leiða hjá sér þessa afgerandi niðurstöðu eða leita leiða til þess að hægt yrði að stunda hvalveiðar þannig að þær uppfylltu markmið laga um velferð dýra? Höfum í huga að dýr eru málleysingjar sem eiga sér engan málsvara að lögum nema stjórnvöld. Ráðherra ákveður því að fresta upphafi hvalveiða til 1. september sl. með útgáfu á téðri reglugerð. Matvælaráðherra, sem fer með dýravelferðarmál, er falin sú ábyrgð með lögum frá árinu 2013 að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hann hefur. Velferð dýra verður að vera í forgrunni og lagabókstafurinn segir það. Ég mat það þá sem svo og geri enn að matvælaráðherra gat ekki gert annað, með álit okkar helstu sérfræðinga í velferð dýra í höndunum, en að fresta upphafi hvalveiða á meðan reynt yrði að finna leið til þess að hægt yrði að stunda þessar veiðar með þeim hætti að þær brytu ekki í bága við lög. Enginn ráðherra málaflokks getur setið aðgerðarlaus með svo afdráttarlausa niðurstöðu fagráðs. Aðgerðaleysi getur líka verið ámælisvert og því má líka velta því upp hvaða niðurstaða hefði fengist hefði ráðherra ekki gripið til ráðstafana hafandi svo afdráttarlaust álit fagráðs um velferð dýra í höndunum. Það er áhugavert að sjá að þau sem hafa gagnrýnt þessa frestun á hvalveiðum hvað mest virðast algerlega líta fram hjá mikilvægi velferðar dýra í þessu samhengi. Bera því jafnvel við að málið snúist í raun ekki um hvalveiðar heldur eitthvað annað til þess að fjarlægja sig því dýraníði sem birtist í upptökum úr eftirliti haustið 2022. Þá ber að halda því til haga að umboðsmaður gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu og bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggi fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki nægilega mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna. Þess vegna ályktar umboðsmaður að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerðinni um frestun hvalveiða frá sl. vori. Ég vil ekki meina að okkur sem samfélagi þyki atvinnufrelsi heimila dýraníð og raunar virðist afstaða meirihluta fólks vera þeim megin að hvalveiðar séu tímaskekkja. Að mínu mati þarf öll löggjöf er varðar nýtingu dýra að taka mið af velferð þeirra. Eftir því kallar samtíminn. Matvælaráðherra hefur lagt sig fram um að hafa sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi, hér eftir sem hingað til. Það birtist m.a. í þessu áliti umboðsmanns Alþingis. Áskorunin nú felst í því að laga til í löggjöfinni svo hún sé í takti við tímann og taki sannarlega mið af dýravelferðarsjónarmiðum því skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga. Og geti leyfishafar ekki uppfyllt kröfur um velferð dýra þá á sú starfsemi ekki framtíð fyrir sér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að hún taki þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til hennar þá hyggst hún beita sér fyrir breytingum á löggjöfinni. Og af hverju segir hún það, jú vegna þess að það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 er byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Löggjafinn hefur þó komið sérstökum reglum um velferð dýra fyrir í lögum nr. 55/2013 og umboðsmaður gengur jafnframt út frá því í álitinu að hvalir sem spendýr falli undir gildissvið laga um velferð dýra og vísar þar t.a.m. í dóm héraðsdóms Suðurlands í tveimur málum. Engin annar kostur fær Þá er gott að rifja upp þær aðstæður sem uppi voru þegar ráðherra gaf út reglugerðina sem um ræðir. Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Sú skýrsla var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra setti í ágúst árið áður en markmiðið með henni var að stuðla að bættri velferð dýra. Niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið of langan tíma á hlutfalli af þeim dýrum sem veidd voru á veiðitímabilinu 2022 og olli þeim dýrum meiri sársauka en ásættanlegt er. Matvælastofnun fól í framhaldinu fagráði um velferð dýra, hvar í eiga sæti okkar helstu sérfræðingar í þessum málum, að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Það gerði fagráðið og skilaði sínu faglega áliti um miðjan júní sl. Taldi fagráðið að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða fagráðsins var því að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Og frammi fyrir þessu mati stóð ráðherra í júní sl. Átti ráðherra að leiða hjá sér þessa afgerandi niðurstöðu eða leita leiða til þess að hægt yrði að stunda hvalveiðar þannig að þær uppfylltu markmið laga um velferð dýra? Höfum í huga að dýr eru málleysingjar sem eiga sér engan málsvara að lögum nema stjórnvöld. Ráðherra ákveður því að fresta upphafi hvalveiða til 1. september sl. með útgáfu á téðri reglugerð. Matvælaráðherra, sem fer með dýravelferðarmál, er falin sú ábyrgð með lögum frá árinu 2013 að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hann hefur. Velferð dýra verður að vera í forgrunni og lagabókstafurinn segir það. Ég mat það þá sem svo og geri enn að matvælaráðherra gat ekki gert annað, með álit okkar helstu sérfræðinga í velferð dýra í höndunum, en að fresta upphafi hvalveiða á meðan reynt yrði að finna leið til þess að hægt yrði að stunda þessar veiðar með þeim hætti að þær brytu ekki í bága við lög. Enginn ráðherra málaflokks getur setið aðgerðarlaus með svo afdráttarlausa niðurstöðu fagráðs. Aðgerðaleysi getur líka verið ámælisvert og því má líka velta því upp hvaða niðurstaða hefði fengist hefði ráðherra ekki gripið til ráðstafana hafandi svo afdráttarlaust álit fagráðs um velferð dýra í höndunum. Það er áhugavert að sjá að þau sem hafa gagnrýnt þessa frestun á hvalveiðum hvað mest virðast algerlega líta fram hjá mikilvægi velferðar dýra í þessu samhengi. Bera því jafnvel við að málið snúist í raun ekki um hvalveiðar heldur eitthvað annað til þess að fjarlægja sig því dýraníði sem birtist í upptökum úr eftirliti haustið 2022. Þá ber að halda því til haga að umboðsmaður gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu og bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggi fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki nægilega mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna. Þess vegna ályktar umboðsmaður að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerðinni um frestun hvalveiða frá sl. vori. Ég vil ekki meina að okkur sem samfélagi þyki atvinnufrelsi heimila dýraníð og raunar virðist afstaða meirihluta fólks vera þeim megin að hvalveiðar séu tímaskekkja. Að mínu mati þarf öll löggjöf er varðar nýtingu dýra að taka mið af velferð þeirra. Eftir því kallar samtíminn. Matvælaráðherra hefur lagt sig fram um að hafa sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi, hér eftir sem hingað til. Það birtist m.a. í þessu áliti umboðsmanns Alþingis. Áskorunin nú felst í því að laga til í löggjöfinni svo hún sé í takti við tímann og taki sannarlega mið af dýravelferðarsjónarmiðum því skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga. Og geti leyfishafar ekki uppfyllt kröfur um velferð dýra þá á sú starfsemi ekki framtíð fyrir sér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun