Innlent

Maður veittist að starfs­mönnum verslunar í mið­bænum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð til í nótt þegar maður veittist að starfsmönnum verslunar í miðbænum eftir miðnætti. Var honum vísað á brott eftir tiltal frá lögreglu.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Þar segir að töluvert hafi verið um mál þar sem tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir eða einstaklinga í annarlegu ástandi, þar sem lögregla þurfti að koma til aðstoðar með einum eða öðrum hætti.

Lögreglu bárust einnig tvær tilkynningar um minni háttar umferðaróhöpp en í öðru tilvikinu fór tjónvaldur af vettvangi án þess að gera ráðstafanir. Hafði hann valdið tjóns á kyrrstæðri bifreið. Vitni komu upplýsingum hins vegar til lögreglu, sem gerði eiganda tjónuðu bifreiðarinnar viðvart.

Þrír voru handteknir vegna ölvunaraksturs og einn vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Þá var tilkynnt um notkun flugelda um miðnætti en lögregla ítrekar að notkun þeirra er ekki heimil lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×