Danir grínast með að Ísland vilji bara silfur Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 08:29 Ýmir Örn Gíslason er í stóru hlutverki í auglýsingu TV 2, en textinn passar engan veginn við orð hans. Skjáskot/TV 2 Gullverðlaunin eru frátekin á Evrópumóti karla í handbolta í janúar, fyrir Danmörku. Hin liðin vilja þess vegna bara silfur. Út á þetta gengur bráðskemmtileg auglýsing frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 þar sem Ýmir Örn Gíslason er meðal annars í nokkuð stóru hlutverki. Í auglýsingunni er búið að klippa saman leikhlé hjá öðrum liðum en því danska, og setja danskan texta við það sem sagt er í leikhléunum. Textinn passar þó engan veginn við það sem sagt er, heldur er látið eins og öll hin liðin séu bara að tala um hvað þau langi mikið í silfurverðlaunin. Í lokin kemur svo ástæðan; gullið er frátekið fyrir Dani. Til vores svenske venner på @Avkastpodden inkl. @EmilB86 og @ESchalin:Traileren fra dansk TV2 er her. Husk at det er en tv-stations marketingafdeling, der har produceret den.Og husk: Der er stadig danskere tilbage, der har en hukommelse og ser lidt mere nuanceret på det :) pic.twitter.com/A25yMFGis4— Thomas Ladegaard (@thomasladegard) January 8, 2024 Ef danski textinn við þrumuræðu Ýmis væri réttur, hefði hann til að mynda sagt: „Hey! Ekki standa hérna og hvísla um gullverðlaun! Næst verðið þið reknir út í rútu! Við spilum eingöngu um silfrið, allt í lagi?! Svo gleymum við öllu um gullið.“ Frakkarnir eru látnir sætta sig við að gullið sé ekki möguleiki, enda sé enginn í franska landsliðinu eins og Mathias Gidsel, lykilmaður Dana. Hollendingarnir tala um hve stoltar mæður þeirra yrðu af silfri, og Króatar, Spánverjar og Þjóðverjar vilja ekkert annað en silfur. Það verður svo að koma í ljós hvort Danir, ríkjandi heimsmeistarar, taki gullið en þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012 og hafa ekki spilað úrslitaleikinn á EM í síðustu fjögur skipti. Veðbankar eru þó sammála um að Danmörk sé langlíklegust til að verða Evrópumeistari. Ríkjandi Evrópumeistarar Svíþjóðar, Frakkland, Spánn, Þýskaland, Ísland og Noregur koma svo næst á eftir. EM 2024 í handbolta Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Út á þetta gengur bráðskemmtileg auglýsing frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 þar sem Ýmir Örn Gíslason er meðal annars í nokkuð stóru hlutverki. Í auglýsingunni er búið að klippa saman leikhlé hjá öðrum liðum en því danska, og setja danskan texta við það sem sagt er í leikhléunum. Textinn passar þó engan veginn við það sem sagt er, heldur er látið eins og öll hin liðin séu bara að tala um hvað þau langi mikið í silfurverðlaunin. Í lokin kemur svo ástæðan; gullið er frátekið fyrir Dani. Til vores svenske venner på @Avkastpodden inkl. @EmilB86 og @ESchalin:Traileren fra dansk TV2 er her. Husk at det er en tv-stations marketingafdeling, der har produceret den.Og husk: Der er stadig danskere tilbage, der har en hukommelse og ser lidt mere nuanceret på det :) pic.twitter.com/A25yMFGis4— Thomas Ladegaard (@thomasladegard) January 8, 2024 Ef danski textinn við þrumuræðu Ýmis væri réttur, hefði hann til að mynda sagt: „Hey! Ekki standa hérna og hvísla um gullverðlaun! Næst verðið þið reknir út í rútu! Við spilum eingöngu um silfrið, allt í lagi?! Svo gleymum við öllu um gullið.“ Frakkarnir eru látnir sætta sig við að gullið sé ekki möguleiki, enda sé enginn í franska landsliðinu eins og Mathias Gidsel, lykilmaður Dana. Hollendingarnir tala um hve stoltar mæður þeirra yrðu af silfri, og Króatar, Spánverjar og Þjóðverjar vilja ekkert annað en silfur. Það verður svo að koma í ljós hvort Danir, ríkjandi heimsmeistarar, taki gullið en þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012 og hafa ekki spilað úrslitaleikinn á EM í síðustu fjögur skipti. Veðbankar eru þó sammála um að Danmörk sé langlíklegust til að verða Evrópumeistari. Ríkjandi Evrópumeistarar Svíþjóðar, Frakkland, Spánn, Þýskaland, Ísland og Noregur koma svo næst á eftir.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira