Körfuboltinn á þó sviðið í upphafi kvölds þegar Keflavík tekur á móti Tindastóli í Subway-deild karla klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport 5 og Valur heimsækir Fjölni í Subway-deild kvenna á sama tíma á Stöð 2 Sport. Að leik Fjölnis og Vals loknum verður Körfuboltakvöld svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr liðinni umferð í Subway-deild kvenna.
Klukkan 19:55 er svo komið að fyrri undanúrslitaviðureign Liverpool og Fulham um sæti í úrslitum enska deildarbikarsins. Leikurinn fer fram á Anfield, heimavelli Liverpool, og verður sýndur á Vodafone Sport.
Að lokum verður Föruneyti Pingsins á sínum stað á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 og bein útsending frá viðureign Flyers og Canadiens í NHL-deildinni í íshokkí hefst klukkan 00:05 eftir miðnætti.