Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 08:00 Margir kjósa að geyma bílinn við flugvöllinn á meðan þau ferðast. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. Maðurinn ætlaði að kaupa af fyrirtækinu bæði geymslu og þrif á bíl sínum á meðan hann ferðaðist en hætti svo við. Maðurinn hafði þá þegar greitt fyrir þjónustuna. Úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp í síðustu viku. Í úrskurði kemur fram að maðurinn pantaði geymslu fyrir bíl sinn þann 15. júní þar til 4. júlí. Samhliða því pantaði hann þrif á bílnum og borgaði fyrir geymsluna og þrifin 38.900 krónur. Stuttu seinna ákvað maðurinn að hætta við kaupin og hringdi ítrekað á skrifstofu fyrirtækisins til að tilkynna þeim það, eða alls um 25 sinnum. Í þau skipti sem var svarað var honum sagt að það væri ekkert mál að fá endurgreiðslu og bent á að hafa samband við skrifstofu. Þar hafi honum verið ráðlagt að senda tölvupóst. Það hafi hann gert 17. júní en engin svör fengið við tölvupóstinum. Maðurinn krafðist endurgreiðslu vegna þess að þjónustan var ekki veitt. Þann 3. ágúst leitaði hann svo til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa með málið. Engin endurgreiðsla ef pantað er samdægurs Í úrskurði kemur fram í svörum fyrirtækisins að viðskiptavinir eigi rétt á endurgreiðslu þar til 24 klukkustundum fyrir brottför. Það komi fram í skilmálum að ef að minna en sólarhringur er í brottför við pöntun sé slík endurgreiðsla ekki í boði. Maðurinn hafi pantað þjónustuna klukkan 8.36 að morgni 15. júní 2023, frá og með kl. 8.45 sama dag til 4. júlí 2023. Þar af leiðandi eigi hann ekki rétt á endurgreiðslu. Til að leysa málið sé fyrirtækið samt til í að láta hann fá inneign að andvirði pöntunarinnar fyrir næstu ferð, óháð lengd ferðarinnar. Í andsvörum mannsins kemur fram að hann hafi engin viðbrögð fengin frá fyrirtækinu og að enginn hafi haft samband við hann til að leita sátta um málið. Þá segir hann að í þau fáu skipti sem honum hafi verið svarað hafi honum aldrei verið sagt frá fyrirvara við endurgreiðslu samkvæmt skilmálum. Ekkert slíkt hafi heldur komið fram í sjálfvirku svari en þar tekið fram að endurgreiðsla taki þrjá til fimm daga. Fjórtán dagar til að hætta við Í niðurstöðu nefndarinnar segir að samningurinn sem hafi verið gerður við kaupin hafi verið fjarsölusamningur og samkvæmt lögum sé óheimilt að semja eða vera fyrir sig kjör sem eru óhagstæðari neytanda en myndi leiða af lögunum. Samkvæmt fjarsölusamningum hafi neytandi fjórtán daga til að falla frá samningi og þarf samkvæmt lögunum ekki að tilgreina sérstaka ástæðu. Þá segir að neytandi beri sönnunarbyrði fyrir því að seljanda hafi verið tilkynnt um ákvörðunina um að falla frá samningi. Maðurinn hafi tilkynnt fyrirtækinu 17. júní með tölvupósti að hann ætlaði að hætta við kaupin og því verði að fallast á þá kröfu og endurgreiða honum innan fjórtán daga það sem hann var rukkaður um. Hægt er að kynna sér úrskurðinn hér á vef kærunefndar. Eftir að fréttin var birt barst fréttustofu yfirlýsing frá fyrirtækinu Lagning um að málið ætti ekki að rekja til þeirra. „Hér með staðfesti ég, Íris Hrund framkvæmdastjóri Lagning ehf, að ekki sé um bílastæðaþjónustuna Lagningar að ræða.“ Fréttin var uppfærð klukkan 09:52 þann 11.1.2024. Neytendur Bílar Verslun Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. 10. janúar 2024 10:31 Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt. 15. desember 2023 13:00 Ítali fær íslenska ullarpeysu sem passaði ekki endurgreidda Ónefndri vefverslun hér á landi hefur verið gert að greiða ítölskum viðskiptavini rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann hafði skilað ullarpeysu sem hann hafði keypt en aldrei fengið endurgreitt. 23. nóvember 2023 12:34 Fær tíu miða klippikort hjá Niceair endurgreitt Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. 1. nóvember 2023 13:27 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Maðurinn ætlaði að kaupa af fyrirtækinu bæði geymslu og þrif á bíl sínum á meðan hann ferðaðist en hætti svo við. Maðurinn hafði þá þegar greitt fyrir þjónustuna. Úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp í síðustu viku. Í úrskurði kemur fram að maðurinn pantaði geymslu fyrir bíl sinn þann 15. júní þar til 4. júlí. Samhliða því pantaði hann þrif á bílnum og borgaði fyrir geymsluna og þrifin 38.900 krónur. Stuttu seinna ákvað maðurinn að hætta við kaupin og hringdi ítrekað á skrifstofu fyrirtækisins til að tilkynna þeim það, eða alls um 25 sinnum. Í þau skipti sem var svarað var honum sagt að það væri ekkert mál að fá endurgreiðslu og bent á að hafa samband við skrifstofu. Þar hafi honum verið ráðlagt að senda tölvupóst. Það hafi hann gert 17. júní en engin svör fengið við tölvupóstinum. Maðurinn krafðist endurgreiðslu vegna þess að þjónustan var ekki veitt. Þann 3. ágúst leitaði hann svo til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa með málið. Engin endurgreiðsla ef pantað er samdægurs Í úrskurði kemur fram í svörum fyrirtækisins að viðskiptavinir eigi rétt á endurgreiðslu þar til 24 klukkustundum fyrir brottför. Það komi fram í skilmálum að ef að minna en sólarhringur er í brottför við pöntun sé slík endurgreiðsla ekki í boði. Maðurinn hafi pantað þjónustuna klukkan 8.36 að morgni 15. júní 2023, frá og með kl. 8.45 sama dag til 4. júlí 2023. Þar af leiðandi eigi hann ekki rétt á endurgreiðslu. Til að leysa málið sé fyrirtækið samt til í að láta hann fá inneign að andvirði pöntunarinnar fyrir næstu ferð, óháð lengd ferðarinnar. Í andsvörum mannsins kemur fram að hann hafi engin viðbrögð fengin frá fyrirtækinu og að enginn hafi haft samband við hann til að leita sátta um málið. Þá segir hann að í þau fáu skipti sem honum hafi verið svarað hafi honum aldrei verið sagt frá fyrirvara við endurgreiðslu samkvæmt skilmálum. Ekkert slíkt hafi heldur komið fram í sjálfvirku svari en þar tekið fram að endurgreiðsla taki þrjá til fimm daga. Fjórtán dagar til að hætta við Í niðurstöðu nefndarinnar segir að samningurinn sem hafi verið gerður við kaupin hafi verið fjarsölusamningur og samkvæmt lögum sé óheimilt að semja eða vera fyrir sig kjör sem eru óhagstæðari neytanda en myndi leiða af lögunum. Samkvæmt fjarsölusamningum hafi neytandi fjórtán daga til að falla frá samningi og þarf samkvæmt lögunum ekki að tilgreina sérstaka ástæðu. Þá segir að neytandi beri sönnunarbyrði fyrir því að seljanda hafi verið tilkynnt um ákvörðunina um að falla frá samningi. Maðurinn hafi tilkynnt fyrirtækinu 17. júní með tölvupósti að hann ætlaði að hætta við kaupin og því verði að fallast á þá kröfu og endurgreiða honum innan fjórtán daga það sem hann var rukkaður um. Hægt er að kynna sér úrskurðinn hér á vef kærunefndar. Eftir að fréttin var birt barst fréttustofu yfirlýsing frá fyrirtækinu Lagning um að málið ætti ekki að rekja til þeirra. „Hér með staðfesti ég, Íris Hrund framkvæmdastjóri Lagning ehf, að ekki sé um bílastæðaþjónustuna Lagningar að ræða.“ Fréttin var uppfærð klukkan 09:52 þann 11.1.2024.
Neytendur Bílar Verslun Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. 10. janúar 2024 10:31 Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt. 15. desember 2023 13:00 Ítali fær íslenska ullarpeysu sem passaði ekki endurgreidda Ónefndri vefverslun hér á landi hefur verið gert að greiða ítölskum viðskiptavini rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann hafði skilað ullarpeysu sem hann hafði keypt en aldrei fengið endurgreitt. 23. nóvember 2023 12:34 Fær tíu miða klippikort hjá Niceair endurgreitt Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. 1. nóvember 2023 13:27 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. 10. janúar 2024 10:31
Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt. 15. desember 2023 13:00
Ítali fær íslenska ullarpeysu sem passaði ekki endurgreidda Ónefndri vefverslun hér á landi hefur verið gert að greiða ítölskum viðskiptavini rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann hafði skilað ullarpeysu sem hann hafði keypt en aldrei fengið endurgreitt. 23. nóvember 2023 12:34
Fær tíu miða klippikort hjá Niceair endurgreitt Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. 1. nóvember 2023 13:27