Hafnarfjörður mun endurskoða gjaldskrár Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 11. janúar 2024 08:00 Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. Kjarasamningsviðræður lofa góðu ef marka má upphaf þeirra og yfirlýsingar forystufólks Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga um sameiginlegan vilja til að ná niður vöxtum og verðbólgu, sem er hin eina sanna kjarabót heimila og fyrirtækja. Náist skynsamlegir samningar á almenna vinnumarkaðinum þá þarf opinberi vinnumarkaðurinn, ríki og sveitarfélög og samningsaðilar þeirra, að fylgja í kjölfarið. Einungis þannig næst svokölluð þjóðarsátt. Þótt þær samningaviðræður séu ekki hafnar hefur verið kallað eftir því að sveitarfélögin hækki gjaldskrár umtalsvert minna en ráðgert er í nýsamþykktum fjárhagsáætlunum þeirra. Sveitarfélögin ákveða sínar gjaldskrár hvert fyrir sig. Sum þeirra hækka oftar gjaldskrár sínar en um áramót. Má þar til dæmis nefna Reykjavík. Þess vegna segir samanburður á gjaldskrárhækkunum um áramót ekki alla söguna. Réttara væri að bera saman gjaldskrárhækkanir á ársgrundvelli. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að hækka gjaldskrár sínar um 9.9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir nýliðins árs og væntanlegri verðbólgu þessa árs. Margir þjónustusamningar voru endurnýjaðir á síðastliðnu ári sem leiddi til hækkunar á útgjöldum bæjarins. Þá standa einnig fyrir dyrum fleiri stór útboð á komandi vikum og mánuðum. Vegna mikillar verðbólgu undanfarin tvö ár er viðbúið að verð í þeim útboðum muni hækka. Með gjaldskrárhækkuninni um áramótin er því að hluta til verið að bregðast við því. Þróun verðlags og launakostnaðar veldur því jafnframt að kostnaðarhlutdeild bæjarins á móti notendum þjónustu er almennt að aukast þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir. Þá er samsetning leikskólagjalda að breytast umtalsvert og gjöldin að lækka svo um munar frá því sem nú er hjá stórum hópi notenda þjónustunnar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 4. desember síðastliðinn var það skýrt tekið fram og bókað í fundargerð að komið geti til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Hafnarfjarðarbær var því eitt fyrsta sveitarfélag landsins til að lýsa því formlega yfir að vera tilbúið til endurskoðunar og breytinga á gjaldskrá. Við það loforð munum við standa. En þangað til er það óábyrgt að afsala sér fyrirfram tekjum sem eiga að standa undir kostnaði við þjónustu sveitarfélagsins. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. Kjarasamningsviðræður lofa góðu ef marka má upphaf þeirra og yfirlýsingar forystufólks Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga um sameiginlegan vilja til að ná niður vöxtum og verðbólgu, sem er hin eina sanna kjarabót heimila og fyrirtækja. Náist skynsamlegir samningar á almenna vinnumarkaðinum þá þarf opinberi vinnumarkaðurinn, ríki og sveitarfélög og samningsaðilar þeirra, að fylgja í kjölfarið. Einungis þannig næst svokölluð þjóðarsátt. Þótt þær samningaviðræður séu ekki hafnar hefur verið kallað eftir því að sveitarfélögin hækki gjaldskrár umtalsvert minna en ráðgert er í nýsamþykktum fjárhagsáætlunum þeirra. Sveitarfélögin ákveða sínar gjaldskrár hvert fyrir sig. Sum þeirra hækka oftar gjaldskrár sínar en um áramót. Má þar til dæmis nefna Reykjavík. Þess vegna segir samanburður á gjaldskrárhækkunum um áramót ekki alla söguna. Réttara væri að bera saman gjaldskrárhækkanir á ársgrundvelli. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að hækka gjaldskrár sínar um 9.9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir nýliðins árs og væntanlegri verðbólgu þessa árs. Margir þjónustusamningar voru endurnýjaðir á síðastliðnu ári sem leiddi til hækkunar á útgjöldum bæjarins. Þá standa einnig fyrir dyrum fleiri stór útboð á komandi vikum og mánuðum. Vegna mikillar verðbólgu undanfarin tvö ár er viðbúið að verð í þeim útboðum muni hækka. Með gjaldskrárhækkuninni um áramótin er því að hluta til verið að bregðast við því. Þróun verðlags og launakostnaðar veldur því jafnframt að kostnaðarhlutdeild bæjarins á móti notendum þjónustu er almennt að aukast þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir. Þá er samsetning leikskólagjalda að breytast umtalsvert og gjöldin að lækka svo um munar frá því sem nú er hjá stórum hópi notenda þjónustunnar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 4. desember síðastliðinn var það skýrt tekið fram og bókað í fundargerð að komið geti til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Hafnarfjarðarbær var því eitt fyrsta sveitarfélag landsins til að lýsa því formlega yfir að vera tilbúið til endurskoðunar og breytinga á gjaldskrá. Við það loforð munum við standa. En þangað til er það óábyrgt að afsala sér fyrirfram tekjum sem eiga að standa undir kostnaði við þjónustu sveitarfélagsins. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun