„Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 08:00 Einar Þorsteinn Ólafsson og Stiven Tobar Valencia í Ólympíuhöllinni í München þar sem Ísland spilar við Serbíu í dag, Svartfjallaland á sunnudag og Ungverjaland á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM „Þetta er allt saman stærra en maður er vanur,“ segir Stiven Tobar Valencia en þeir Einar Þorsteinn Ólafsson, mættir á sitt fyrsta stórmót, ræddu saman við Vísi í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á EM, gegn Serbíu í dag. „Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Sjá meira
„Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Sjá meira