„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 13:01 Aron Pálmarsson teygir á lærinu á æfingu landsliðsins í gær, fyrir stórleikinn við Serba á EM í dag. VÍSIR/VILHELM „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira