Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Árni Sæberg skrifar 11. janúar 2024 14:28 Herjólfsdalur í Vestmannaeyjum. Þar er töluvert mikils nikótíns neytt yfir verslunarmannahelgina. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins. Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins.
Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32