„Ætluðum að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2024 21:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sóknarleikinn en fannst ýmislegt vanta upp á í varnarleiknum. „Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson Valur Subway-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Sjá meira
„Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson
Valur Subway-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Sjá meira