Framboðstilkynning til forseta Gunnar Ásgrímsson skrifar 12. janúar 2024 12:30 Nú þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs til forsetaembættisins, þá hef ég eftir samráð við mína nánustu og margar áskoranir tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta. Svona gæti tilkynning frá einhverjum stjórnarmanna okkar í Sambandi ungra Framsóknarmanna hljómað ef ekki væri fyrir það smáatriði að í stjórnarskrá Íslands er ungu fólki, undir 35 ára aldri, óheimilt að bjóða sig fram til forseta. Auk 35 ára aldurs eru ekki margar kröfur gerðar til forsetaframbjóðanda. Íslenskur ríkisborgararéttur, kosningaréttur og 1500 meðmæli. Hvorki er gerð krafa um fasta búsetu á Íslandi né hreint sakavottorð. Væri ekki heldur ráð að viðhalda virðingu embættis þjóðhöfðingja með því að gera kröfu um meira en 1500 meðmæli frekar en að meina kosningabærum, löghlýðnum skattgreiðendum frá því að bjóða fram krafta sína? Við í Ung Framsókn höfum ekki enn heyrt sannfærandi rök fyrir því að meina ungu fólki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það sama unga fólk getur verið kjörið í sveitarstjórnir, til Alþingis og jafnvel gegnt stöðu ráðherra. Yngri einstaklingur gæti því verið handhafi forsetavalds í fjarveru forseta, þar sem ekki er sett slík aldurstakmörkun á embætti forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Í stefnu Framsóknar í stjórnskipunar- og alþjóðamálum, sem var samþykkt á flokksþingi 2021 segir “Þá vill Framsókn að […] Öll réttindi sem tengjast fullorðinsaldri verði virk við 18 ára aldur“, einnig hefur Ung Framsókn ályktað “Ungt Framsóknarfólk vill að öll aldurstengd réttindi fullorðinna verði endurskoðuð eftir 18 ára aldur með það í huga að afnema aldurstakmarkanir”. Krefjumst við í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna að við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður þessa reglu. Það er óásættanlegt að í nútíma lýðræðisríki séu settar fram slíkar hindranir í veg fólks sem hyggur að forsetaframboði, sem virðast aðeins byggðar á aldursfordómum. Treystum íslensku þjóðinni til þess að meta hæfi frambjóðenda sjálf á kjörstað, hún hefur staðið sig vel í því verkefni til þessa. F.h Sambands ungra Framsóknarmanna. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs til forsetaembættisins, þá hef ég eftir samráð við mína nánustu og margar áskoranir tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta. Svona gæti tilkynning frá einhverjum stjórnarmanna okkar í Sambandi ungra Framsóknarmanna hljómað ef ekki væri fyrir það smáatriði að í stjórnarskrá Íslands er ungu fólki, undir 35 ára aldri, óheimilt að bjóða sig fram til forseta. Auk 35 ára aldurs eru ekki margar kröfur gerðar til forsetaframbjóðanda. Íslenskur ríkisborgararéttur, kosningaréttur og 1500 meðmæli. Hvorki er gerð krafa um fasta búsetu á Íslandi né hreint sakavottorð. Væri ekki heldur ráð að viðhalda virðingu embættis þjóðhöfðingja með því að gera kröfu um meira en 1500 meðmæli frekar en að meina kosningabærum, löghlýðnum skattgreiðendum frá því að bjóða fram krafta sína? Við í Ung Framsókn höfum ekki enn heyrt sannfærandi rök fyrir því að meina ungu fólki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það sama unga fólk getur verið kjörið í sveitarstjórnir, til Alþingis og jafnvel gegnt stöðu ráðherra. Yngri einstaklingur gæti því verið handhafi forsetavalds í fjarveru forseta, þar sem ekki er sett slík aldurstakmörkun á embætti forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Í stefnu Framsóknar í stjórnskipunar- og alþjóðamálum, sem var samþykkt á flokksþingi 2021 segir “Þá vill Framsókn að […] Öll réttindi sem tengjast fullorðinsaldri verði virk við 18 ára aldur“, einnig hefur Ung Framsókn ályktað “Ungt Framsóknarfólk vill að öll aldurstengd réttindi fullorðinna verði endurskoðuð eftir 18 ára aldur með það í huga að afnema aldurstakmarkanir”. Krefjumst við í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna að við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður þessa reglu. Það er óásættanlegt að í nútíma lýðræðisríki séu settar fram slíkar hindranir í veg fólks sem hyggur að forsetaframboði, sem virðast aðeins byggðar á aldursfordómum. Treystum íslensku þjóðinni til þess að meta hæfi frambjóðenda sjálf á kjörstað, hún hefur staðið sig vel í því verkefni til þessa. F.h Sambands ungra Framsóknarmanna. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun