„Náðum aldrei góðum takti“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. janúar 2024 19:15 Viktor varði 15 skot í leiknum. vísir / vilhelm Viktor Gísli átti frábæran fyrri hálfleik í marki Íslands og hélt liðinu á lífi meðan mörkin létu á sér standa. Í seinni hálfleik minnkaði markvarslan, sem skrifast að mörgu leyti á slakan varnarleik, og allt stefndi í tap gegn Serbíu. Svo varð ekki en Ísland sótti eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Leikurinn byrjaði hægt og færanýting var slök. Viktor Gísli hélt liðinu inn í leiknum með frábærri markvörslu og uppskar fallegt knús frá þjálfara sínum fyrir það. Hann hræddi íslensku þjóðina með smávægilegum veikindum í vikunni en leit út fyrir að vera upp á sitt allra besta í þessum leik. „Bara fínn, smá slappleiki. Við ákvaðum að taka þessu mjög örugglega. Slakaði á inni á hótelherbergi í einn dag og var 100% ready fyrir daginn í dag. Mér leið vel frá upphafi og komst í góðan takt. “ sagði Viktor strax að leiknum. Viktor var ekki sá eini sem varði en markvörður Serba fór einnig mikinn í fyrri hálfleik. „Hann lokaði bara búrinu líka skilurðu. Frábær markvörður þarna hinum megin líka, stundum er það þannig. Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og nýta færin aðeins betur. Svo var þetta eins hjá þeim í seinni hálfleik, markmennirnir ekki að verja eins mikið. Þetta var bara jafn leikur allan tímann.“ Hann sagði niðurstöðu leiksins þó klárlega mikil vonbrigði og vonast til að liðið geti gert betur í næsta leik. „Klárlega [vonbrigði]. Við náðum aldrei góðum takt, kannski aðeins í fyrri hálfleik en við eigum margt inni og náðum jafntefli gegn góðu liði Serba.“ Klippa: Viktor Gísli eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt við Viktor Gísla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Svo varð ekki en Ísland sótti eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Leikurinn byrjaði hægt og færanýting var slök. Viktor Gísli hélt liðinu inn í leiknum með frábærri markvörslu og uppskar fallegt knús frá þjálfara sínum fyrir það. Hann hræddi íslensku þjóðina með smávægilegum veikindum í vikunni en leit út fyrir að vera upp á sitt allra besta í þessum leik. „Bara fínn, smá slappleiki. Við ákvaðum að taka þessu mjög örugglega. Slakaði á inni á hótelherbergi í einn dag og var 100% ready fyrir daginn í dag. Mér leið vel frá upphafi og komst í góðan takt. “ sagði Viktor strax að leiknum. Viktor var ekki sá eini sem varði en markvörður Serba fór einnig mikinn í fyrri hálfleik. „Hann lokaði bara búrinu líka skilurðu. Frábær markvörður þarna hinum megin líka, stundum er það þannig. Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og nýta færin aðeins betur. Svo var þetta eins hjá þeim í seinni hálfleik, markmennirnir ekki að verja eins mikið. Þetta var bara jafn leikur allan tímann.“ Hann sagði niðurstöðu leiksins þó klárlega mikil vonbrigði og vonast til að liðið geti gert betur í næsta leik. „Klárlega [vonbrigði]. Við náðum aldrei góðum takt, kannski aðeins í fyrri hálfleik en við eigum margt inni og náðum jafntefli gegn góðu liði Serba.“ Klippa: Viktor Gísli eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt við Viktor Gísla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30
Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07