Náttúrulega Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 12. janúar 2024 21:01 Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins. Áætlunin er metnaðarfull, hófstillt í gjaldskrárhækkunum en jafnframt áætlun um mikla uppbyggingu í stækkandi sveitarfélagi. Í áætluninni eru lagðar fram áherslur meirihlutasamnings Framsóknar og Okkar Hveragerðis. Hvaða forsendur liggja að baki áætlunargerðinni? Tekjur Hveragerðisbæjar eru útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Útsvarsprósenta Hveragerðisbæjar er óbreytt í fjárhagsáætlun 2024 eða 14,52%. Fasteignamat fyrir árið 2024 hækkaði um rúm 8% í Hveragerði. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttri álagningarprósentu fasteignaskatts. Álagningarprósentur á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðarleigu á húsnæði í öllum flokkum breytast ekki milli ára. Aukavatnsgjald hækkar úr 15 kr. á rúmmetra í 16 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram 11. Hóflegar gjaldskrárhækkanir Lögð var áhersla á að koma sem mest til móts við bæjarbúa vegna hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun gjaldskráa Hveragerðisbæjar miðast almenntvið verðlagsþróun síðasta árs. Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði var um 8% en bæjarstjórn ákvað að hækka gjaldskrár þjónustugjalda einungis um 2,5% og þar með sýna samfélagslega ábyrgð og stemma stigu við verðbólgu. Breytingar eru gerðar á gjaldskrá sorphirðu vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Nú greiðir hvert heimili eftir tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda. Fjölskyldan Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar. Sem liður í því markmiði verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Gert er því ráð fyrir að alls þrjár klukkustundir verði fríar nú í haust 2024. Leikskólagjöld hafa jafnframt lækkað um 4% frá síðasta kjörtímabili en vísitala hefur hækkað um 12%. Frístundastyrkur verður hækkaður úr 32.000 kr. í 38.000 kr. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% frá fyrra kjörtímabili. Stefnt er að því að lækka leikskólagjöld og hækka frístundastyrk í enn frekari skrefum á núverandi kjörtímabili. Framkvæmt til framtíðar Áfram verður haldið í innviðauppbyggingu. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á árinu 2024 verði tæpar 1.318 milljónir króna. Stærstu framkvæmdir ársins verða eftirfarandi: Áætlað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði klárist á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum í það verkefni á árinu 2024 að fjárhæð 500 m.kr. en framlag Sveitarfélagsins Ölfuss er 70 m.kr. af því. Viðhald í grunnskólanum að fjárhæð 15,5 m.kr. á árinu. Gert er ráð fyrir að 100 m.kr. fari í viðbyggingu á Leikskólanum Óskalandi þar sem leikskólaplássum fjölgar og starfsmannaaðstaða verður bætt. Á árinu 2024 er jafnframt gert ráð fyrir 500 m.kr. í íþróttamannvirki þar sem samþykkt hefur verið að byggja upphitaðan gervigrasvöll í Ölfusdal ásamt því að stækka núverandi íþróttahús við Skólamörk. Áætlaðar fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu eru 242 m.kr. og gert er ráð fyrir tekjum af þeim framkvæmdum að fjárhæð 651 m.kr. Utanhússklæðning á þjónustuíbúðir við Birkimörk 50 m.kr. Kaup á félagslegu húsnæði 40 m.kr. Fjárfestingu fyrir 100 m.kr. í fráveitu bæjarins og 10 m.kr í vatnsveitu. Brugðist við í fráveitumálum Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur af stað í metnaðarfullar aðgerðir vegna fráveitumála. Þessar aðgerðir eru verulega aðkallandi vegna andvaraleysis í þessum málaflokki síðustu árin. Gríðarleg íbúafjölgun sem og fjölgun ferðamanna hefur gert það að verkum að skólphreinsistöð bæjarins annar ekki eftirspurn. Andvaraleysi þetta hefur einnig gert það að verkum að loka hefur þurft Varmánni vegna mengunar. Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 100 milljónum í stækkun fráveitu á þessu ári. Á árinu 2025 er gert ráð fyrir 300 milljónum og 100 milljónum á árinu 2026. Á bæjarráðsfundi 4. janúar var einnig samþykkt að setja fjármagn í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á lífríki Varmár sem er afar aðkallandi er að fara í. Áætlun til þriggja ára Áætlaðar fjárfestingar árið 2025 eru 1.404 m.kr., árið 2026 1.080 m.kr. og árið 2027 770 m.kr. Stærstu fjárfestingarnar er bygging þriðja og fjórða áfanga grunnskólans, leikskóli í Kambalandi, íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili, fráveita og vatnsveita. Allt eru þetta framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í vegna íbúafjölgunar undanfarinna ára og þeirri fjölgun sem áætlað er að verði á næstu árum. Náttúrulega Hveragerði Hveragerðisbær er í örum vexti og fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni og hafa skýr markmið um að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar horfa björtum augum á framtíðina enda eru tækifærin fjölmörg. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna og ekki síst barnafjölskyldur, hér séu öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gottíþrótta- og frístundastarf, heilsuefling íbúa á öllum aldri í hávegum höfð og að ferðaþjónusta og menningin haldi áfram að blómstra í fallegri náttúrunni í Hveragerði. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins. Áætlunin er metnaðarfull, hófstillt í gjaldskrárhækkunum en jafnframt áætlun um mikla uppbyggingu í stækkandi sveitarfélagi. Í áætluninni eru lagðar fram áherslur meirihlutasamnings Framsóknar og Okkar Hveragerðis. Hvaða forsendur liggja að baki áætlunargerðinni? Tekjur Hveragerðisbæjar eru útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Útsvarsprósenta Hveragerðisbæjar er óbreytt í fjárhagsáætlun 2024 eða 14,52%. Fasteignamat fyrir árið 2024 hækkaði um rúm 8% í Hveragerði. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttri álagningarprósentu fasteignaskatts. Álagningarprósentur á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðarleigu á húsnæði í öllum flokkum breytast ekki milli ára. Aukavatnsgjald hækkar úr 15 kr. á rúmmetra í 16 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram 11. Hóflegar gjaldskrárhækkanir Lögð var áhersla á að koma sem mest til móts við bæjarbúa vegna hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun gjaldskráa Hveragerðisbæjar miðast almenntvið verðlagsþróun síðasta árs. Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði var um 8% en bæjarstjórn ákvað að hækka gjaldskrár þjónustugjalda einungis um 2,5% og þar með sýna samfélagslega ábyrgð og stemma stigu við verðbólgu. Breytingar eru gerðar á gjaldskrá sorphirðu vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Nú greiðir hvert heimili eftir tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda. Fjölskyldan Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar. Sem liður í því markmiði verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Gert er því ráð fyrir að alls þrjár klukkustundir verði fríar nú í haust 2024. Leikskólagjöld hafa jafnframt lækkað um 4% frá síðasta kjörtímabili en vísitala hefur hækkað um 12%. Frístundastyrkur verður hækkaður úr 32.000 kr. í 38.000 kr. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% frá fyrra kjörtímabili. Stefnt er að því að lækka leikskólagjöld og hækka frístundastyrk í enn frekari skrefum á núverandi kjörtímabili. Framkvæmt til framtíðar Áfram verður haldið í innviðauppbyggingu. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á árinu 2024 verði tæpar 1.318 milljónir króna. Stærstu framkvæmdir ársins verða eftirfarandi: Áætlað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði klárist á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum í það verkefni á árinu 2024 að fjárhæð 500 m.kr. en framlag Sveitarfélagsins Ölfuss er 70 m.kr. af því. Viðhald í grunnskólanum að fjárhæð 15,5 m.kr. á árinu. Gert er ráð fyrir að 100 m.kr. fari í viðbyggingu á Leikskólanum Óskalandi þar sem leikskólaplássum fjölgar og starfsmannaaðstaða verður bætt. Á árinu 2024 er jafnframt gert ráð fyrir 500 m.kr. í íþróttamannvirki þar sem samþykkt hefur verið að byggja upphitaðan gervigrasvöll í Ölfusdal ásamt því að stækka núverandi íþróttahús við Skólamörk. Áætlaðar fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu eru 242 m.kr. og gert er ráð fyrir tekjum af þeim framkvæmdum að fjárhæð 651 m.kr. Utanhússklæðning á þjónustuíbúðir við Birkimörk 50 m.kr. Kaup á félagslegu húsnæði 40 m.kr. Fjárfestingu fyrir 100 m.kr. í fráveitu bæjarins og 10 m.kr í vatnsveitu. Brugðist við í fráveitumálum Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur af stað í metnaðarfullar aðgerðir vegna fráveitumála. Þessar aðgerðir eru verulega aðkallandi vegna andvaraleysis í þessum málaflokki síðustu árin. Gríðarleg íbúafjölgun sem og fjölgun ferðamanna hefur gert það að verkum að skólphreinsistöð bæjarins annar ekki eftirspurn. Andvaraleysi þetta hefur einnig gert það að verkum að loka hefur þurft Varmánni vegna mengunar. Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 100 milljónum í stækkun fráveitu á þessu ári. Á árinu 2025 er gert ráð fyrir 300 milljónum og 100 milljónum á árinu 2026. Á bæjarráðsfundi 4. janúar var einnig samþykkt að setja fjármagn í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á lífríki Varmár sem er afar aðkallandi er að fara í. Áætlun til þriggja ára Áætlaðar fjárfestingar árið 2025 eru 1.404 m.kr., árið 2026 1.080 m.kr. og árið 2027 770 m.kr. Stærstu fjárfestingarnar er bygging þriðja og fjórða áfanga grunnskólans, leikskóli í Kambalandi, íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili, fráveita og vatnsveita. Allt eru þetta framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í vegna íbúafjölgunar undanfarinna ára og þeirri fjölgun sem áætlað er að verði á næstu árum. Náttúrulega Hveragerði Hveragerðisbær er í örum vexti og fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni og hafa skýr markmið um að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar horfa björtum augum á framtíðina enda eru tækifærin fjölmörg. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna og ekki síst barnafjölskyldur, hér séu öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gottíþrótta- og frístundastarf, heilsuefling íbúa á öllum aldri í hávegum höfð og að ferðaþjónusta og menningin haldi áfram að blómstra í fallegri náttúrunni í Hveragerði. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun