Hútar hóta hefndum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 00:10 Mótmælendur brenna fána Bandaríkjanna, Ísraels og Bretlands fyrir utan breska sendiráðið í Sana. AP/Vahid Salemi Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. Fimm létust og sex særðust í árásunum í gærnótt sem höfðu 73 skotmörk í og við höfuðborg Jemen, hafnarborgina Húdaída og á þremur öðrum svæðum í landinu. Bandaríkin og Bretland segja árásirnar hafa átt rétt á sér og að verið sé með þeim að stuðla að öryggi skipaflutninga í Rauðhafinu. Samkvæmt Guardian flögguðu þúsundir fánum Jemen og Palestínu á aðaltorgi Sanaborgar og kyrjuðu áköll um niðurrif Bandaríkjanna og Ísraels. Mótmæli áttu sér einnig stað í tveimur öðrum borgum landsins. On Jan. 11 at 2:30 a.m. (Sanaa time), U.S. Central Command forces, in coordination with the United Kingdom, and support from Australia, Canada, the Netherlands, and Bahrain conducted joint strikes on Houthi targets to degrade their capability to continue their illegal and pic.twitter.com/bR8biMolSx— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 12, 2024 Bandaríski hershöfðinginn Michael Erik Kurilla segir í tilkynningu frá miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, að Hútarnir verði dregnir til ábyrgðar fyrir árásir sínar. Hvíta húsið hefur sagt að Bandaríkin leitist ekki eftir stríði í Jemen og heldur ekki átökum við Íran sem hefur stutt við bakið á stjórn Húta á svæðinu. Talsmaður þess í þjóðaröryggismálum, hann John Kirby, ítrekaði þó í viðtali við MSNBC ákall Bandaríkjanna um að Íran stöðvi stuðning sinn við Hútana í hernaðarmálum. Bandarísk yfirvöld segja að loftárásir þeirra hafi dregið úr getu Hútana til að stunda árásir líkt og þeir hafa gert undanfarna daga. Jemen Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Fimm létust og sex særðust í árásunum í gærnótt sem höfðu 73 skotmörk í og við höfuðborg Jemen, hafnarborgina Húdaída og á þremur öðrum svæðum í landinu. Bandaríkin og Bretland segja árásirnar hafa átt rétt á sér og að verið sé með þeim að stuðla að öryggi skipaflutninga í Rauðhafinu. Samkvæmt Guardian flögguðu þúsundir fánum Jemen og Palestínu á aðaltorgi Sanaborgar og kyrjuðu áköll um niðurrif Bandaríkjanna og Ísraels. Mótmæli áttu sér einnig stað í tveimur öðrum borgum landsins. On Jan. 11 at 2:30 a.m. (Sanaa time), U.S. Central Command forces, in coordination with the United Kingdom, and support from Australia, Canada, the Netherlands, and Bahrain conducted joint strikes on Houthi targets to degrade their capability to continue their illegal and pic.twitter.com/bR8biMolSx— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 12, 2024 Bandaríski hershöfðinginn Michael Erik Kurilla segir í tilkynningu frá miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, að Hútarnir verði dregnir til ábyrgðar fyrir árásir sínar. Hvíta húsið hefur sagt að Bandaríkin leitist ekki eftir stríði í Jemen og heldur ekki átökum við Íran sem hefur stutt við bakið á stjórn Húta á svæðinu. Talsmaður þess í þjóðaröryggismálum, hann John Kirby, ítrekaði þó í viðtali við MSNBC ákall Bandaríkjanna um að Íran stöðvi stuðning sinn við Hútana í hernaðarmálum. Bandarísk yfirvöld segja að loftárásir þeirra hafi dregið úr getu Hútana til að stunda árásir líkt og þeir hafa gert undanfarna daga.
Jemen Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira