„Spilaði og spilaði og gat ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2024 11:49 Ómar Ingi átti erfiðan dag líkt og fleiri í útilínu íslenska liðsins í gær. Vísir/Vilhelm Erfitt var að sjá handbragð Snorra Steins Guðjónssonar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik liðsins á EM í gær. Margir leikmenn áttu erfiðan dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira