Sigríður segir að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, RÚV og Blaðamannafélags Íslands hafi orðið vitni af téðum ummælum og að þau hafi verið nákvæmlega þveröfug við það sem Marta María hafði eftir henni.
Deilt um hver væri blaðamaður
Hún segir að um misskilning sé að ræða og að hún hafi í raun verið að færa rök fyrir gildi blaðamennsku fólks eins og Mörtu Maríu þrátt fyrir að ekki væri um „beinharðar“ fréttir að ræða.
„Ég sagði eitthvað á þá leið að dagskrárgerðarfólk á RÚV væru ekki minni blaðamenn en aðrir blaðamenn. Á þessum fundi notaði ég Mörtu Maríu sem dæmi um blaðamann sem væri ekki í beinhörðum fréttum en væri samt að stunda blaðamennsku,“ skrifar Sigríður í færslu á Facebook-síðu sinni í dag.
Hún segir málið tengjast deilum við Ríkisútvarpið um hvaða starfsmenn þeirra teldust blaðamenn. RÚV hafi haldið því fram að dagskrárgerðarmenn væru ekki blaðamenn.
Sigríður segist jafnframt hafa haft samband við Mörtu til að skýra málin og að hún hafi í framhaldinu kvartað til fulltrúa Samtaka atvinnulífsins undan þessum trúnaðarbrestu sem Sigríður telur ljóst að hafi orðið.