Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 08:31 Aron Pálmarsson og Arnar Freyr Arnarsson voru skiljanlega glaðir eftir sigurinn sæta gegn Svartfellingum. VÍSIR/VILHELM Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. Ungverjaland er efst í C-riðli með 4 stig og öruggt áfram í milliriðilinn í Köln. Ísland er með 3 stig, Serbía 1 og Svartfjallaland 0. Tvö efstu liðin fara áfram, og taka með sér úrslitin úr innbyrðis leik sínum. Þetta þýðir að ef að Serbía vinnur ekki Svartfjallaland í fyrri leik dagsins á morgun, í Ólympíuhöllinni í München, þá er Ísland komið áfram sama hvernig fer gegn Ungverjum síðar um kvöldið. Staðan í riðli Íslands á EM fyrir lokaumferðina á morgun. Serbía mætir þá Svartfjallalandi áður en Ísland og Unverjaland mætast.Vísir Hvort þessi hjálparhönd Svartfellinga býðst verður sem sagt ljóst þegar strákarnir okkar stíga á svið. Ungverjar eru búnir að tryggja sig áfram í milliriðilinn en þeir vilja samt vinna Ísland til að tryggja að þeir fari með tvö stig í farteskinu. Strákarnir okkar vilja sömuleiðis bara sigur og ef það tekst er niðurstaða liðsins í riðlinum fullkomin, því liðið fer þá með tvö stig í milliriðil og Serbía, eitt af liðunum sem Ísland berst við um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, væri úr leik. Jafntefli Íslands og Ungverjalands myndi þýða að bæði þessi lið færu upp úr C-riðlinum, með eitt stig hvort. Nánast engin von ef Serbar vinna og Ísland tapar Ef að Serbía vinnur hins vegar Svartfjallaland, og Ísland tapar gegn Ungverjalandi, enda Serbía og Ísland jöfn að stigum. Þá mun heildarmarkatala þeirra úr þessum jafna riðli ráða því hvort liðanna endar í 2. sæti og heldur áfram keppni. Því miður myndi þetta nær örugglega þýða að Serbía næði 2. sætinu, því eftir leikina í gær er Ísland með +1 í markatölu og Serbía -1. Í þessu tilviki væri eina von Íslands því að Serbía ynni bara eins marks sigur og að Ísland tapaði bara með einu marki, því að öðrum kosti væri Serbía komin með betri markatölu. Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Ungverjaland er efst í C-riðli með 4 stig og öruggt áfram í milliriðilinn í Köln. Ísland er með 3 stig, Serbía 1 og Svartfjallaland 0. Tvö efstu liðin fara áfram, og taka með sér úrslitin úr innbyrðis leik sínum. Þetta þýðir að ef að Serbía vinnur ekki Svartfjallaland í fyrri leik dagsins á morgun, í Ólympíuhöllinni í München, þá er Ísland komið áfram sama hvernig fer gegn Ungverjum síðar um kvöldið. Staðan í riðli Íslands á EM fyrir lokaumferðina á morgun. Serbía mætir þá Svartfjallalandi áður en Ísland og Unverjaland mætast.Vísir Hvort þessi hjálparhönd Svartfellinga býðst verður sem sagt ljóst þegar strákarnir okkar stíga á svið. Ungverjar eru búnir að tryggja sig áfram í milliriðilinn en þeir vilja samt vinna Ísland til að tryggja að þeir fari með tvö stig í farteskinu. Strákarnir okkar vilja sömuleiðis bara sigur og ef það tekst er niðurstaða liðsins í riðlinum fullkomin, því liðið fer þá með tvö stig í milliriðil og Serbía, eitt af liðunum sem Ísland berst við um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, væri úr leik. Jafntefli Íslands og Ungverjalands myndi þýða að bæði þessi lið færu upp úr C-riðlinum, með eitt stig hvort. Nánast engin von ef Serbar vinna og Ísland tapar Ef að Serbía vinnur hins vegar Svartfjallaland, og Ísland tapar gegn Ungverjalandi, enda Serbía og Ísland jöfn að stigum. Þá mun heildarmarkatala þeirra úr þessum jafna riðli ráða því hvort liðanna endar í 2. sæti og heldur áfram keppni. Því miður myndi þetta nær örugglega þýða að Serbía næði 2. sætinu, því eftir leikina í gær er Ísland með +1 í markatölu og Serbía -1. Í þessu tilviki væri eina von Íslands því að Serbía ynni bara eins marks sigur og að Ísland tapaði bara með einu marki, því að öðrum kosti væri Serbía komin með betri markatölu. Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn