„Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2024 08:01 Aron, Janus og Björgvin að vonum sáttir með úrslitin í gærkvöldi. vísir/vilhelm Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. „Mér fannst við byrja þennan leik nokkuð vel. Vörnin var lengi framan af bara góð, við vorum með markvörslu. Línumannstaðan, sem menn hafa haft áhyggjur af, var í lagi og Elliði var með góðar rykkingar og Arnar Freyr kemur flottur inn. Og við vorum að koma boltanum vel niður í hornin og ég held að Óðinn hafi fengið boltann í horninu fjórum sinnum á fyrstu fimm mínútunum, en skoraði bara eitt mark. Boltinn var að ganga vel en við náðum bara ekki að skora,“ segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Hann ræddi eins marks sigur Íslands gegn Svartfellingum í öðrum leik landsliðsins á EM í Þýskalandi. Liðið er með þrjú stig í riðlinum eftir jafntefli við Serba í fyrsta leik og sigur í gær. Þjálfararnir Bjarni Fritzson og Einar Jónsson mættu einnig í hlaðvarpið og ræddi sigurinn í gær. Gísli ekki klár „Það sem mér finnst vera að er að mér finnst sóknarleikur liðsins ekki vera góður, og of staður. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Gísli Þorgeir er ekki búinn að ná fyrri styrk. Og menn eru að sjá það og bíða flatari á hann, því hann er ekki að skjóta fyrir utan sex metrana. Þetta verður mun erfiðara á móti betri andstæðingum,“ segir Rúnar. „Við nýtum okkur þeirra klaufaskap og það var svo sem vel gert að vinna leikinn. En við hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki,“ segir Einar Jónsson en Ungverjar unnu Serba í riðlinum í kvöld. Staðan er því þannig að í leiknum gegn Ungverjum á þriðjudaginn förum við með fullt hús stiga í milliriðilinn og vinnum riðilinn. Tap, þá gætum við verið á leiðinni heim. Hér að neðan má hlusta á Besta sætið í heild sinni. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Mér fannst við byrja þennan leik nokkuð vel. Vörnin var lengi framan af bara góð, við vorum með markvörslu. Línumannstaðan, sem menn hafa haft áhyggjur af, var í lagi og Elliði var með góðar rykkingar og Arnar Freyr kemur flottur inn. Og við vorum að koma boltanum vel niður í hornin og ég held að Óðinn hafi fengið boltann í horninu fjórum sinnum á fyrstu fimm mínútunum, en skoraði bara eitt mark. Boltinn var að ganga vel en við náðum bara ekki að skora,“ segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Hann ræddi eins marks sigur Íslands gegn Svartfellingum í öðrum leik landsliðsins á EM í Þýskalandi. Liðið er með þrjú stig í riðlinum eftir jafntefli við Serba í fyrsta leik og sigur í gær. Þjálfararnir Bjarni Fritzson og Einar Jónsson mættu einnig í hlaðvarpið og ræddi sigurinn í gær. Gísli ekki klár „Það sem mér finnst vera að er að mér finnst sóknarleikur liðsins ekki vera góður, og of staður. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Gísli Þorgeir er ekki búinn að ná fyrri styrk. Og menn eru að sjá það og bíða flatari á hann, því hann er ekki að skjóta fyrir utan sex metrana. Þetta verður mun erfiðara á móti betri andstæðingum,“ segir Rúnar. „Við nýtum okkur þeirra klaufaskap og það var svo sem vel gert að vinna leikinn. En við hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki,“ segir Einar Jónsson en Ungverjar unnu Serba í riðlinum í kvöld. Staðan er því þannig að í leiknum gegn Ungverjum á þriðjudaginn förum við með fullt hús stiga í milliriðilinn og vinnum riðilinn. Tap, þá gætum við verið á leiðinni heim. Hér að neðan má hlusta á Besta sætið í heild sinni.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira