Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2024 15:48 Rex Heuermann segist ekki sekur. Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. Konurnar stunduðu allar vændi. Heuermann hefur neitað sök í málinu. Fjórða ákærðan varðar morðið á Maureen Brainard-Barnes. Lögregluna hafði áður grunað Heuermann um að hafa myrt hana en ekki haft nægilega góð sönnunargögn til að leggja fram ákæru á sama tíma og hann var ákærður fyrir hin þrjú morðin. Á fréttavef NBC er þetta haft eftir manneskju sem þekkir vel til aðstæðna en búist er við því að saksóknari í Suffolk-sýslu muni greina frá ákærunni á morgun en þá mun Heuermann mæta fyrir dóm í Suffolk-sýslu. Lögmaður Heuermann hafði ekki svarað NBC um þessar ásakanir þegar fréttin var birt í gær. Heuermann var handtekinn á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Hann var síðar ákærður fyrir morðin á Melissa Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello en lík þeirra, auk Brainard-Barnes, fundust öll á Gilgo-ströndinni í desember árið 2010 þegar yfirvöld voru að leita að Shannan Gilbert. Tilkynnt hafði verið um hvarf hennar á þessum tíma. Gilbert stundaði vændi eins og hinar fjórar. Líkamsleifar hennar voru fundnar árið 2011 en við leit lögreglu að henni fundust lík ellefu annarra. Meðal þeirra var karlmaður og stúlkubarn. Lögreglan skoðar nú tengsl Heuermann við hin líkin. Heuermann var tengdur við morðin með lífsýni sem lögregla fékk í rusli fyrir utan skrifstofu hans. Lífsýni úr eiginkonu hans, hinni íslensku Ásu Ellerup, fannst einnig á vettvangi. Lögregla telur því að strigi og límband frá heimili þeirra hjóna hafi verið notað þegar konurnar voru myrtar. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Konurnar stunduðu allar vændi. Heuermann hefur neitað sök í málinu. Fjórða ákærðan varðar morðið á Maureen Brainard-Barnes. Lögregluna hafði áður grunað Heuermann um að hafa myrt hana en ekki haft nægilega góð sönnunargögn til að leggja fram ákæru á sama tíma og hann var ákærður fyrir hin þrjú morðin. Á fréttavef NBC er þetta haft eftir manneskju sem þekkir vel til aðstæðna en búist er við því að saksóknari í Suffolk-sýslu muni greina frá ákærunni á morgun en þá mun Heuermann mæta fyrir dóm í Suffolk-sýslu. Lögmaður Heuermann hafði ekki svarað NBC um þessar ásakanir þegar fréttin var birt í gær. Heuermann var handtekinn á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Hann var síðar ákærður fyrir morðin á Melissa Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello en lík þeirra, auk Brainard-Barnes, fundust öll á Gilgo-ströndinni í desember árið 2010 þegar yfirvöld voru að leita að Shannan Gilbert. Tilkynnt hafði verið um hvarf hennar á þessum tíma. Gilbert stundaði vændi eins og hinar fjórar. Líkamsleifar hennar voru fundnar árið 2011 en við leit lögreglu að henni fundust lík ellefu annarra. Meðal þeirra var karlmaður og stúlkubarn. Lögreglan skoðar nú tengsl Heuermann við hin líkin. Heuermann var tengdur við morðin með lífsýni sem lögregla fékk í rusli fyrir utan skrifstofu hans. Lífsýni úr eiginkonu hans, hinni íslensku Ásu Ellerup, fannst einnig á vettvangi. Lögregla telur því að strigi og límband frá heimili þeirra hjóna hafi verið notað þegar konurnar voru myrtar.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32
Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31
Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31