Augljóst að frumvarpið hafi ekki verið samið af fagfólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2024 10:51 Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims er ósáttur við að ekki hafi verið leitað í sérfræðiþekkingu útgerðarfélaganna við gerð frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Forstjóri útgerðarfélagsins Brims segir ljóst að frumvarp matvælaráðherra til laga um sjávarútveg hafi ekki verið samið af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Hann vill að frumvarpið verði unnið betur, í samvinnu við þá sem best þekki til, áður en lengra verður haldið. Þetta kemur fram í umsögn Brims um drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu sem Guðmundur forstjóri Kristjánsson skrifar undir. Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í lok nóvember og byggðu á stefnumótunarvinnu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem lauk með útgáfu skýrslunnar Auðlindin okkar. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum til að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Svandís sagði í grein á Vísi þann 24. nóvember að frumvarpið hefði annars vegar það markmið að leiða fyrrnefndar tillögur í lög og hins vegar að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims skrifar undir álit fyrirtækisins á frumvarpsdrögunum. Hann finnur því ýmislegt til foráttu. Byggi á útbreiddum misskilningi Brim er skráð á markað og metið á 163 milljarða íslenskra króna. Félagið fær úthlutað rúmlega ellefu prósent af heildaraflaheimildum sem er rétt undir lögbundnu hámarki. Aðeins Síldarvinnslusamstæðan á örlítið stærri aflahlutdeild. Brim hefur því ríka hagsmuni af breytingum á lögum í sjávarútvegi. Guðmundur segist hafa kosið að ráðuneytið hefði unnið að drögunum í samvinnu við helstu hagaðila til að tryggja faglegri efnistök og málefnalegri og árangursríkari vinnu. Ekki er annað að skilja en að Guðmundur sé ósáttur við að ekki hafi verið leitað til ýmissa sérfræðinga og stóru útgerðanna, þar á meðal Brim, við vinnuna. „Við lestur skjalanna er augljóst að skjölin hafa ekki verið samin af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Ferli sem átti að byrja sem lagaeinföldun með því að fella saman nokra gildandi lagabálka í einn lagabálk, hefur getið af sér frumvarpsdrög sem byggja á útbreiddum misskilningi og misnotkun hugtaka alþjóðasamninga, rangar og misvísandi hugtakaskilgreiningar eru settar fram, auk fjölmargra annarra atriða sem endar í ruglingslegri blöndu sem getur ekki gengið upp sem skýr og skilvirkur endurskoðaður lagarammi til að stýra einni af grundvallaratvinnugreinum þjóðarinnar,“ segir Guðmundur. Bagalegt og draga þurfi skjalið til baka Nokkur jákvæð sjónarmið komi þó fram í dögunum eins og að á Íslandi hafi verið byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðli að ábyrgum fiskveiðum á sjálfbærum grunni. Jafnframt að stuðla eigi að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu sjávarauðlinda, byggt á sjálfbærri nýtingu. „Þessi atriði falla þó í skuggann af öðrum efnisatriðum sem fela í sér afturför íslensks sjávarútvegs. Þar sem frumvarpið er því miður illa unnið, þá felur það í sér mun fleiri „nýmæli“ en þau nýmæli sem ráðuneytið dregur fram í sínum drögum. Það er bagalegt og eitt og sér næg ástæða til að draga eigi þetta skjal til baka og vinna það betur, áður en lengra er haldið.“ Guðmundur segir höfund frumvarpsins þræða upp alla helstu ósiði Evrópusambandsins og Alþjóðahafrannsóknarráðsins við fiskveiðistjórnun sem svo illa hafi reynst í stað þess að byggja með beinum hætti á samþykktum alþjóðasamfélagsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem Ísland sé aðili að, hafi staðfest og eigi stóran þátt í að móta. „Með þesu er grafið undan þeim lærdómi sem dýrkeypt reynsla alþjóðasamfélagsins hefur skapað og formfest ásamt helstu kostum þeirrar fiskveiðistjórnunar sem Íslendingar hafa valið sér og mótað og talin er meðal helstu verðmæta greinarinnar mælt í góðri umgengni og samfélagshæfni.“ Drögin séu ekki nothæf Guðmundur segir að verkefnið þurfi að vinna í góðri samvinnu og samstarfi við atvinnugreinina og við þá sem best þekkja til á hverjum stað. Drögin að frumvarpi séu ekki nothæf og myndu leiða til mikillar réttaróvissu og valda afturför á sviði íslenskrar fiskveiðistjórnunar. „Það er því mat Brims að mál þetta ætti ekki að fá frekari framgang heldur verði unnið betur áður en lengra verður haldið.“ Sjávarútvegur Brim Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Brims um drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu sem Guðmundur forstjóri Kristjánsson skrifar undir. Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í lok nóvember og byggðu á stefnumótunarvinnu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem lauk með útgáfu skýrslunnar Auðlindin okkar. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum til að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Svandís sagði í grein á Vísi þann 24. nóvember að frumvarpið hefði annars vegar það markmið að leiða fyrrnefndar tillögur í lög og hins vegar að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims skrifar undir álit fyrirtækisins á frumvarpsdrögunum. Hann finnur því ýmislegt til foráttu. Byggi á útbreiddum misskilningi Brim er skráð á markað og metið á 163 milljarða íslenskra króna. Félagið fær úthlutað rúmlega ellefu prósent af heildaraflaheimildum sem er rétt undir lögbundnu hámarki. Aðeins Síldarvinnslusamstæðan á örlítið stærri aflahlutdeild. Brim hefur því ríka hagsmuni af breytingum á lögum í sjávarútvegi. Guðmundur segist hafa kosið að ráðuneytið hefði unnið að drögunum í samvinnu við helstu hagaðila til að tryggja faglegri efnistök og málefnalegri og árangursríkari vinnu. Ekki er annað að skilja en að Guðmundur sé ósáttur við að ekki hafi verið leitað til ýmissa sérfræðinga og stóru útgerðanna, þar á meðal Brim, við vinnuna. „Við lestur skjalanna er augljóst að skjölin hafa ekki verið samin af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Ferli sem átti að byrja sem lagaeinföldun með því að fella saman nokra gildandi lagabálka í einn lagabálk, hefur getið af sér frumvarpsdrög sem byggja á útbreiddum misskilningi og misnotkun hugtaka alþjóðasamninga, rangar og misvísandi hugtakaskilgreiningar eru settar fram, auk fjölmargra annarra atriða sem endar í ruglingslegri blöndu sem getur ekki gengið upp sem skýr og skilvirkur endurskoðaður lagarammi til að stýra einni af grundvallaratvinnugreinum þjóðarinnar,“ segir Guðmundur. Bagalegt og draga þurfi skjalið til baka Nokkur jákvæð sjónarmið komi þó fram í dögunum eins og að á Íslandi hafi verið byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðli að ábyrgum fiskveiðum á sjálfbærum grunni. Jafnframt að stuðla eigi að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu sjávarauðlinda, byggt á sjálfbærri nýtingu. „Þessi atriði falla þó í skuggann af öðrum efnisatriðum sem fela í sér afturför íslensks sjávarútvegs. Þar sem frumvarpið er því miður illa unnið, þá felur það í sér mun fleiri „nýmæli“ en þau nýmæli sem ráðuneytið dregur fram í sínum drögum. Það er bagalegt og eitt og sér næg ástæða til að draga eigi þetta skjal til baka og vinna það betur, áður en lengra er haldið.“ Guðmundur segir höfund frumvarpsins þræða upp alla helstu ósiði Evrópusambandsins og Alþjóðahafrannsóknarráðsins við fiskveiðistjórnun sem svo illa hafi reynst í stað þess að byggja með beinum hætti á samþykktum alþjóðasamfélagsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem Ísland sé aðili að, hafi staðfest og eigi stóran þátt í að móta. „Með þesu er grafið undan þeim lærdómi sem dýrkeypt reynsla alþjóðasamfélagsins hefur skapað og formfest ásamt helstu kostum þeirrar fiskveiðistjórnunar sem Íslendingar hafa valið sér og mótað og talin er meðal helstu verðmæta greinarinnar mælt í góðri umgengni og samfélagshæfni.“ Drögin séu ekki nothæf Guðmundur segir að verkefnið þurfi að vinna í góðri samvinnu og samstarfi við atvinnugreinina og við þá sem best þekkja til á hverjum stað. Drögin að frumvarpi séu ekki nothæf og myndu leiða til mikillar réttaróvissu og valda afturför á sviði íslenskrar fiskveiðistjórnunar. „Það er því mat Brims að mál þetta ætti ekki að fá frekari framgang heldur verði unnið betur áður en lengra verður haldið.“
Sjávarútvegur Brim Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira