Augljóst að frumvarpið hafi ekki verið samið af fagfólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2024 10:51 Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims er ósáttur við að ekki hafi verið leitað í sérfræðiþekkingu útgerðarfélaganna við gerð frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Forstjóri útgerðarfélagsins Brims segir ljóst að frumvarp matvælaráðherra til laga um sjávarútveg hafi ekki verið samið af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Hann vill að frumvarpið verði unnið betur, í samvinnu við þá sem best þekki til, áður en lengra verður haldið. Þetta kemur fram í umsögn Brims um drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu sem Guðmundur forstjóri Kristjánsson skrifar undir. Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í lok nóvember og byggðu á stefnumótunarvinnu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem lauk með útgáfu skýrslunnar Auðlindin okkar. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum til að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Svandís sagði í grein á Vísi þann 24. nóvember að frumvarpið hefði annars vegar það markmið að leiða fyrrnefndar tillögur í lög og hins vegar að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims skrifar undir álit fyrirtækisins á frumvarpsdrögunum. Hann finnur því ýmislegt til foráttu. Byggi á útbreiddum misskilningi Brim er skráð á markað og metið á 163 milljarða íslenskra króna. Félagið fær úthlutað rúmlega ellefu prósent af heildaraflaheimildum sem er rétt undir lögbundnu hámarki. Aðeins Síldarvinnslusamstæðan á örlítið stærri aflahlutdeild. Brim hefur því ríka hagsmuni af breytingum á lögum í sjávarútvegi. Guðmundur segist hafa kosið að ráðuneytið hefði unnið að drögunum í samvinnu við helstu hagaðila til að tryggja faglegri efnistök og málefnalegri og árangursríkari vinnu. Ekki er annað að skilja en að Guðmundur sé ósáttur við að ekki hafi verið leitað til ýmissa sérfræðinga og stóru útgerðanna, þar á meðal Brim, við vinnuna. „Við lestur skjalanna er augljóst að skjölin hafa ekki verið samin af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Ferli sem átti að byrja sem lagaeinföldun með því að fella saman nokra gildandi lagabálka í einn lagabálk, hefur getið af sér frumvarpsdrög sem byggja á útbreiddum misskilningi og misnotkun hugtaka alþjóðasamninga, rangar og misvísandi hugtakaskilgreiningar eru settar fram, auk fjölmargra annarra atriða sem endar í ruglingslegri blöndu sem getur ekki gengið upp sem skýr og skilvirkur endurskoðaður lagarammi til að stýra einni af grundvallaratvinnugreinum þjóðarinnar,“ segir Guðmundur. Bagalegt og draga þurfi skjalið til baka Nokkur jákvæð sjónarmið komi þó fram í dögunum eins og að á Íslandi hafi verið byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðli að ábyrgum fiskveiðum á sjálfbærum grunni. Jafnframt að stuðla eigi að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu sjávarauðlinda, byggt á sjálfbærri nýtingu. „Þessi atriði falla þó í skuggann af öðrum efnisatriðum sem fela í sér afturför íslensks sjávarútvegs. Þar sem frumvarpið er því miður illa unnið, þá felur það í sér mun fleiri „nýmæli“ en þau nýmæli sem ráðuneytið dregur fram í sínum drögum. Það er bagalegt og eitt og sér næg ástæða til að draga eigi þetta skjal til baka og vinna það betur, áður en lengra er haldið.“ Guðmundur segir höfund frumvarpsins þræða upp alla helstu ósiði Evrópusambandsins og Alþjóðahafrannsóknarráðsins við fiskveiðistjórnun sem svo illa hafi reynst í stað þess að byggja með beinum hætti á samþykktum alþjóðasamfélagsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem Ísland sé aðili að, hafi staðfest og eigi stóran þátt í að móta. „Með þesu er grafið undan þeim lærdómi sem dýrkeypt reynsla alþjóðasamfélagsins hefur skapað og formfest ásamt helstu kostum þeirrar fiskveiðistjórnunar sem Íslendingar hafa valið sér og mótað og talin er meðal helstu verðmæta greinarinnar mælt í góðri umgengni og samfélagshæfni.“ Drögin séu ekki nothæf Guðmundur segir að verkefnið þurfi að vinna í góðri samvinnu og samstarfi við atvinnugreinina og við þá sem best þekkja til á hverjum stað. Drögin að frumvarpi séu ekki nothæf og myndu leiða til mikillar réttaróvissu og valda afturför á sviði íslenskrar fiskveiðistjórnunar. „Það er því mat Brims að mál þetta ætti ekki að fá frekari framgang heldur verði unnið betur áður en lengra verður haldið.“ Sjávarútvegur Brim Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Brims um drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu sem Guðmundur forstjóri Kristjánsson skrifar undir. Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í lok nóvember og byggðu á stefnumótunarvinnu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem lauk með útgáfu skýrslunnar Auðlindin okkar. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum til að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Svandís sagði í grein á Vísi þann 24. nóvember að frumvarpið hefði annars vegar það markmið að leiða fyrrnefndar tillögur í lög og hins vegar að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims skrifar undir álit fyrirtækisins á frumvarpsdrögunum. Hann finnur því ýmislegt til foráttu. Byggi á útbreiddum misskilningi Brim er skráð á markað og metið á 163 milljarða íslenskra króna. Félagið fær úthlutað rúmlega ellefu prósent af heildaraflaheimildum sem er rétt undir lögbundnu hámarki. Aðeins Síldarvinnslusamstæðan á örlítið stærri aflahlutdeild. Brim hefur því ríka hagsmuni af breytingum á lögum í sjávarútvegi. Guðmundur segist hafa kosið að ráðuneytið hefði unnið að drögunum í samvinnu við helstu hagaðila til að tryggja faglegri efnistök og málefnalegri og árangursríkari vinnu. Ekki er annað að skilja en að Guðmundur sé ósáttur við að ekki hafi verið leitað til ýmissa sérfræðinga og stóru útgerðanna, þar á meðal Brim, við vinnuna. „Við lestur skjalanna er augljóst að skjölin hafa ekki verið samin af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Ferli sem átti að byrja sem lagaeinföldun með því að fella saman nokra gildandi lagabálka í einn lagabálk, hefur getið af sér frumvarpsdrög sem byggja á útbreiddum misskilningi og misnotkun hugtaka alþjóðasamninga, rangar og misvísandi hugtakaskilgreiningar eru settar fram, auk fjölmargra annarra atriða sem endar í ruglingslegri blöndu sem getur ekki gengið upp sem skýr og skilvirkur endurskoðaður lagarammi til að stýra einni af grundvallaratvinnugreinum þjóðarinnar,“ segir Guðmundur. Bagalegt og draga þurfi skjalið til baka Nokkur jákvæð sjónarmið komi þó fram í dögunum eins og að á Íslandi hafi verið byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðli að ábyrgum fiskveiðum á sjálfbærum grunni. Jafnframt að stuðla eigi að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu sjávarauðlinda, byggt á sjálfbærri nýtingu. „Þessi atriði falla þó í skuggann af öðrum efnisatriðum sem fela í sér afturför íslensks sjávarútvegs. Þar sem frumvarpið er því miður illa unnið, þá felur það í sér mun fleiri „nýmæli“ en þau nýmæli sem ráðuneytið dregur fram í sínum drögum. Það er bagalegt og eitt og sér næg ástæða til að draga eigi þetta skjal til baka og vinna það betur, áður en lengra er haldið.“ Guðmundur segir höfund frumvarpsins þræða upp alla helstu ósiði Evrópusambandsins og Alþjóðahafrannsóknarráðsins við fiskveiðistjórnun sem svo illa hafi reynst í stað þess að byggja með beinum hætti á samþykktum alþjóðasamfélagsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem Ísland sé aðili að, hafi staðfest og eigi stóran þátt í að móta. „Með þesu er grafið undan þeim lærdómi sem dýrkeypt reynsla alþjóðasamfélagsins hefur skapað og formfest ásamt helstu kostum þeirrar fiskveiðistjórnunar sem Íslendingar hafa valið sér og mótað og talin er meðal helstu verðmæta greinarinnar mælt í góðri umgengni og samfélagshæfni.“ Drögin séu ekki nothæf Guðmundur segir að verkefnið þurfi að vinna í góðri samvinnu og samstarfi við atvinnugreinina og við þá sem best þekkja til á hverjum stað. Drögin að frumvarpi séu ekki nothæf og myndu leiða til mikillar réttaróvissu og valda afturför á sviði íslenskrar fiskveiðistjórnunar. „Það er því mat Brims að mál þetta ætti ekki að fá frekari framgang heldur verði unnið betur áður en lengra verður haldið.“
Sjávarútvegur Brim Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira