„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 10:01 Snorri Steinn Guðjónsson er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari en hefur séð ýmislegt á stórmótum sem leikmaður. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu skiljanlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði þessum leik með átta marka mun og mun fara stigalaust og með þessi átta mörk í mínus inn í milliriðilinn. Einar vildi sérstaklega nefna mikið rót á leikmönnum hjá Snorra Steini þjálfara sem hefur verið duglegur að skipta leikmönnum inn á í leikjunum. „Chema Rodríguez (þjálfari Ungverja) er með mikla reynslu og ekki á sínu fyrsta móti sem þjálfari. Ég sé bara gott plan hjá honum. Hjá okkur í fyrri hálfleik voru Janus Daði, Gísli Þorgeir, Aron, Haukur Þrastar og Elvar inn á. Við vorum að spila með fimm rétthenta leikmenn á þrjátíu mínútum í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Jónsson. „Ég veit að menn eru að kalla eftir því að nota liðið betur. Gummi Gumm var gagnrýndur svolítið fyrir það að vera mjög fastheldin á ákveðna leikmenn og var ekki að rótera nógu mikið. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu,“ sagði Einar. „Í hvaða hlutverki á hver og einn að vera í. Hver á að vera jókerinn, hver á vera leiðtoginn og hver á að vera þessi og hinn. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sjálfa að taka sér eitthvað hlutverk þegar þú veist ekki hvaða hlutverki þú hefur í liðinu,“ sagði Einar „Eru þetta ekki bara algjörar þreifingar af því að það er enginn að finna sig upp á tíu. Ég skil samt alveg það sem þú ert að tala um,“ skaut Rúnar Kárason inn í. „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna. Spila bara á þessum og standa eða falla með því. Ekki bara út og suður. Ég myndi skilja þetta á einhverju æfingamóti en ég veit að við fáum ekki mikið af æfingarleikjum,“ sagði Einar en Rúnar tók ekki alveg undir þetta. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þegar ég er að tala um hlutverkin þá er ég miklu meira að tala um þau í klefanum og innan hópsins. Það er bara tilfinningin að það sé erfitt akkúrat núna,“ sagði Rúnar. „Hefur þú ekki áhyggjur af þessu að það sé bara einhver að spila einhvern tímann á einhverjum tímapunkti bara einhvers staðar meira að segja,“ sagði Einar. „Ekkert sérstaklega mikið nei. Mér finnst þetta allt vera geðveikt góðir leikmenn og ég veit að við munum finna taktinn hvort það sé á þessu móti eða á því næsta. Þá mun þetta skýrast miklu meira,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. 16. janúar 2024 23:00 Samfélagsmiðlar: Jarðarför í hálfleik og gefa Færeyjum sætið í milliriðli Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25. 16. janúar 2024 21:46 „Núna sýnum við karakterinn“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. 16. janúar 2024 21:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. 16. janúar 2024 21:39 „Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. 16. janúar 2024 21:37 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu skiljanlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði þessum leik með átta marka mun og mun fara stigalaust og með þessi átta mörk í mínus inn í milliriðilinn. Einar vildi sérstaklega nefna mikið rót á leikmönnum hjá Snorra Steini þjálfara sem hefur verið duglegur að skipta leikmönnum inn á í leikjunum. „Chema Rodríguez (þjálfari Ungverja) er með mikla reynslu og ekki á sínu fyrsta móti sem þjálfari. Ég sé bara gott plan hjá honum. Hjá okkur í fyrri hálfleik voru Janus Daði, Gísli Þorgeir, Aron, Haukur Þrastar og Elvar inn á. Við vorum að spila með fimm rétthenta leikmenn á þrjátíu mínútum í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Jónsson. „Ég veit að menn eru að kalla eftir því að nota liðið betur. Gummi Gumm var gagnrýndur svolítið fyrir það að vera mjög fastheldin á ákveðna leikmenn og var ekki að rótera nógu mikið. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu,“ sagði Einar. „Í hvaða hlutverki á hver og einn að vera í. Hver á að vera jókerinn, hver á vera leiðtoginn og hver á að vera þessi og hinn. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sjálfa að taka sér eitthvað hlutverk þegar þú veist ekki hvaða hlutverki þú hefur í liðinu,“ sagði Einar „Eru þetta ekki bara algjörar þreifingar af því að það er enginn að finna sig upp á tíu. Ég skil samt alveg það sem þú ert að tala um,“ skaut Rúnar Kárason inn í. „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna. Spila bara á þessum og standa eða falla með því. Ekki bara út og suður. Ég myndi skilja þetta á einhverju æfingamóti en ég veit að við fáum ekki mikið af æfingarleikjum,“ sagði Einar en Rúnar tók ekki alveg undir þetta. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þegar ég er að tala um hlutverkin þá er ég miklu meira að tala um þau í klefanum og innan hópsins. Það er bara tilfinningin að það sé erfitt akkúrat núna,“ sagði Rúnar. „Hefur þú ekki áhyggjur af þessu að það sé bara einhver að spila einhvern tímann á einhverjum tímapunkti bara einhvers staðar meira að segja,“ sagði Einar. „Ekkert sérstaklega mikið nei. Mér finnst þetta allt vera geðveikt góðir leikmenn og ég veit að við munum finna taktinn hvort það sé á þessu móti eða á því næsta. Þá mun þetta skýrast miklu meira,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. 16. janúar 2024 23:00 Samfélagsmiðlar: Jarðarför í hálfleik og gefa Færeyjum sætið í milliriðli Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25. 16. janúar 2024 21:46 „Núna sýnum við karakterinn“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. 16. janúar 2024 21:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. 16. janúar 2024 21:39 „Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. 16. janúar 2024 21:37 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. 16. janúar 2024 23:00
Samfélagsmiðlar: Jarðarför í hálfleik og gefa Færeyjum sætið í milliriðli Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25. 16. janúar 2024 21:46
„Núna sýnum við karakterinn“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. 16. janúar 2024 21:41
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. 16. janúar 2024 21:39
„Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. 16. janúar 2024 21:37
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða