Leikskólamál Reykjavíkurborgar Hlynur Ólafsson skrifar 17. janúar 2024 14:30 Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við. Eitt er sameiginlegt með öllum mínum börnum, og það er að Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig í stykkinu í að geta boðið þeim pláss á leikskóla þegar æskilegt væri að þeir tækju við keflinu ef svo má að orði komast, og vanrækja þar með eina af grunnskyldum sínum sem sveitarfélag. Í tíð þeirra sem hafa farið fyrir búsforráðum í Ráðhúsinu síðastliðin kjörtímabil virðist sem svo að biðlistar hafa eingöngu lengst, en þeir hampa engu að síður sjálfum sér í fjölmiðlum fyrir þann “árangur” sem náðst hefur í leikskólamálum og skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem réttilega eiga lof skilið í þessara að því er virðist vonlausu baráttu, sem eru starfsmenn leikskólanna. Aðgerðarplanið Brúum bilið er fjarri því að brúa bilið þar sem með allri þessari þéttingu byggðar þá er ekki pláss fyrir börn þeirra sem flytja í hverfin á leikskólum því þeir virðast ekki fjölga leikskólaplássum með auknum fólksfjölda. Byggðin þéttist, en leikskólanetið þynnist. Leikskólinn Hlíð lokaði í október 2022 vegna myglu og stendur hann ennþá lokaður vegna þessa hvimleiða og tíða vandamáls. Hvernig getur það staðist að það taki meira en 18 mánuði að laga það vandamál? Svo er það nýjasta útspil Reykjavíkurborgar að bjóða þeim sem eru með börn hjá dagforeldrum og hafa náð 18 mánaða aldri aukalegar greiðslur ef þau hafa ekki fengið inn á leikskóla (sem er nokkuð algengt). Hvað með okkur sem fá ekki inn hjá leikskóla né dagforeldrum? Við þurfum endalaust að vera að takmarka atvinnu, skóla, og frítíma á meðan er borgarstjórn er of upptekin við að klappa sér á bakið til að sjá vandamálið og gera eitthvað í því. Það er innileg von mín að Einar muni standa sig betur en Dagur hefur gert síðastliðin ár, þó svo að ég geti ekki verð mjög bjartsýnn á það. Höfundur er faðir í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við. Eitt er sameiginlegt með öllum mínum börnum, og það er að Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig í stykkinu í að geta boðið þeim pláss á leikskóla þegar æskilegt væri að þeir tækju við keflinu ef svo má að orði komast, og vanrækja þar með eina af grunnskyldum sínum sem sveitarfélag. Í tíð þeirra sem hafa farið fyrir búsforráðum í Ráðhúsinu síðastliðin kjörtímabil virðist sem svo að biðlistar hafa eingöngu lengst, en þeir hampa engu að síður sjálfum sér í fjölmiðlum fyrir þann “árangur” sem náðst hefur í leikskólamálum og skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem réttilega eiga lof skilið í þessara að því er virðist vonlausu baráttu, sem eru starfsmenn leikskólanna. Aðgerðarplanið Brúum bilið er fjarri því að brúa bilið þar sem með allri þessari þéttingu byggðar þá er ekki pláss fyrir börn þeirra sem flytja í hverfin á leikskólum því þeir virðast ekki fjölga leikskólaplássum með auknum fólksfjölda. Byggðin þéttist, en leikskólanetið þynnist. Leikskólinn Hlíð lokaði í október 2022 vegna myglu og stendur hann ennþá lokaður vegna þessa hvimleiða og tíða vandamáls. Hvernig getur það staðist að það taki meira en 18 mánuði að laga það vandamál? Svo er það nýjasta útspil Reykjavíkurborgar að bjóða þeim sem eru með börn hjá dagforeldrum og hafa náð 18 mánaða aldri aukalegar greiðslur ef þau hafa ekki fengið inn á leikskóla (sem er nokkuð algengt). Hvað með okkur sem fá ekki inn hjá leikskóla né dagforeldrum? Við þurfum endalaust að vera að takmarka atvinnu, skóla, og frítíma á meðan er borgarstjórn er of upptekin við að klappa sér á bakið til að sjá vandamálið og gera eitthvað í því. Það er innileg von mín að Einar muni standa sig betur en Dagur hefur gert síðastliðin ár, þó svo að ég geti ekki verð mjög bjartsýnn á það. Höfundur er faðir í Reykjavík.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar