„Þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 14:31 Aron Pálmarsson þakkar íslensku stuðningsmönnunum í München fyrir stuðninginn. Þeir gerðu sitt besta til að hvetja liðið til dáða. VÍSIR/VILHELM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lætur neikvæðni annarra í garð liðsins eftir tapið slæma gegn Ungverjalandi ekki á sig fá. Leikmenn séu sjálfir mun óvægnari í gagnrýni á eigin frammistöðu en blaðamenn. Íslenska landsliðið býr sig nú undir afar erfiðan leik við Þjóðverja á þeirra heimavelli í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld. Þangað kom íslenski hópurinn rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum hingað til á EM og geta þakkað Svartfellingum fyrir að vera enn með á mótinu. Versta frammistaðan var í fyrrakvöld, gegn Ungverjum. „Þetta var erfitt [í fyrrakvöld] auðvitað. Ég vaknaði pínu pirraður [í gærmorgun], en svo hefur þú ekkert tíma í að fara eitthvað dýpra í það. Þú gerir það bara eftir mót,“ sagði Aron á hóteli landsliðsins í gærkvöld. Klippa: Aron lætur bölsýni annarra ekki trufla sig „Við fórum yfir þetta [tapið gegn Ungverjum] á hótelinu sem lið, og svo aðeins hver í sínu horni, til að kafa og finna lausnir. En svo er enginn tími til að staldra við þetta. Þú mátt hvorki fara of hátt eftir sigurleiki, eða of langt niður þegar þú spilar illa. Núna er bara full einbeiting á Þjóðverja,“ sagði Aron sem hittir sinn gamla læriföður Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í kvöld og reiknar með gríðarlegri stemningu í höllinni. Aðspurður hvort Aron hafi orðið var við þá miklu svartsýni sem var á samfélagsmiðlum eftir síðasta leik, og hvort leikmenn nái að leiða hana hjá sér, svaraði fyrirliðinn margreyndi: „Ég vona það. Ég er ekki mikið á þessu en auðvitað sér maður fréttir, eðlilega, og það er ekkert sem að kemur manni á óvart þar. Ef að þið haldið að þið blaðamenn séuð neikvæðir þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi eftir svona leik. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að slá okkur eitthvað út af laginu.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
Íslenska landsliðið býr sig nú undir afar erfiðan leik við Þjóðverja á þeirra heimavelli í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld. Þangað kom íslenski hópurinn rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum hingað til á EM og geta þakkað Svartfellingum fyrir að vera enn með á mótinu. Versta frammistaðan var í fyrrakvöld, gegn Ungverjum. „Þetta var erfitt [í fyrrakvöld] auðvitað. Ég vaknaði pínu pirraður [í gærmorgun], en svo hefur þú ekkert tíma í að fara eitthvað dýpra í það. Þú gerir það bara eftir mót,“ sagði Aron á hóteli landsliðsins í gærkvöld. Klippa: Aron lætur bölsýni annarra ekki trufla sig „Við fórum yfir þetta [tapið gegn Ungverjum] á hótelinu sem lið, og svo aðeins hver í sínu horni, til að kafa og finna lausnir. En svo er enginn tími til að staldra við þetta. Þú mátt hvorki fara of hátt eftir sigurleiki, eða of langt niður þegar þú spilar illa. Núna er bara full einbeiting á Þjóðverja,“ sagði Aron sem hittir sinn gamla læriföður Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í kvöld og reiknar með gríðarlegri stemningu í höllinni. Aðspurður hvort Aron hafi orðið var við þá miklu svartsýni sem var á samfélagsmiðlum eftir síðasta leik, og hvort leikmenn nái að leiða hana hjá sér, svaraði fyrirliðinn margreyndi: „Ég vona það. Ég er ekki mikið á þessu en auðvitað sér maður fréttir, eðlilega, og það er ekkert sem að kemur manni á óvart þar. Ef að þið haldið að þið blaðamenn séuð neikvæðir þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi eftir svona leik. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að slá okkur eitthvað út af laginu.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31
„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00