Serbneska liðið lék í C-riðli með íslensku strákunum okkar og voru óheppnir að fá aðeins eitt stig út úr leik sínum við íslenska liðið. Það reyndist þó eina stig Serba á mótinu, en liðið tapaði naumlega gegn bæði Ungverjum og Svartfellingum.
SADA JE GOTOVO: Toni Đerona više nije selektor rukometne reprezentacije Srbije! #serbia #tonigeronahttps://t.co/Z6m67SUDZT
— HotSport (@hotsportsrb) January 19, 2024
Líkt og íslenska liðið ætluðu Serbar sér að vinna sér inn sæti í forkeppni Ólympíuleikanna með góðu gengi á Evrópumótinu, en nú er ljóst að ekkert verður úr þeim markmiðum. Liðið hafnaði í neðsta sæti C-riðils og í 19. sæti EM í heildina.
Gerona hafði stýrt serbneska liðinu í um þrjú og hálft ár. Undir hans stjórn hafnaði liðið í 14. sætinu á EM 2022 og í 11. sæti á HM 2023.