Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2024 22:16 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að létta af sér á fundi með leikmönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. „Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
„Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira