„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 13:44 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37