Kjartan Atli: Bónuskeppni sem er bragðgott krydd í tilveruna Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. janúar 2024 22:02 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta. vísir / hulda margrét Álftanes komst í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta eftir 90-79 sigur gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. „Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum. VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum.
VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira