Selur eitt frægasta Ólympíugull sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 14:31 Bob Beamon við mynd af sér í sigurstökkinu á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Getty Bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Bob Beamon vann á sínum tíma einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og nú getur einhver áhugasamur eignast gullverðlaunin sem hann fékk um hálsinn á sumarleikunum í Mexíkó árið 1968. Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira