Meiðsli Salah alvarlegri en áður var talið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 17:46 Mohamed Salah verður líklega ekki meira með Egyptum á Afríkumótinu og hann gæti misst af allt að sex leikjum með Liverpool. MB Media/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool og egypska landsliðsins í knattspyrnu, missir að öllum líkindum af því sem eftir er af Afríkumótinu eftir að hafa orðið fyrir vöðvameiðslum í leik gegn Gana á dögunum. Salah þurfti að fara af velli í 2-2 jafntefli gegn Gana í riðlakeppni Afríkumótsins, en Egyptar vonuðust til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn í undanúrslitum ef liðið kæmist svo langt. Nú er hins vegar orðið ljóst að Salah verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og getur hann því í allra besta falli náð úrslitaleik Afríkumótsins þann 11. febrúar ef liðsfélagar hans koma Egyptum alla leið. Salah flýgur til Englands á morgun til að ganga í gegnum endurhæfingu á æfingasvæði Liverpool og segir Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari félagsins, að Egyptinn sé með „alvöru rifu í lærvöðva.“ „Við búumst við því að hann verði klár eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur að óskum,“ sagði Lijnders. „Það mun allt ganga að óskum og þetta mun ganga vel af því að við höfum gert þetta áður,“ bætti Lijnders við. 🗣️ Liverpool assistant manager Pep Lijnders says Mo Salah has a "proper tear in his hamstring" and will be out for "three to four weeks if everything goes smooth." 🇪🇬 pic.twitter.com/qchC3G9ubT— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 23, 2024 Fari hins vegar allt á versta veg og Salah verður frá í fjórar vikur mun hann ekki aðeins missa af restinni af Afríkumótinu með Egyptum, heldur mun hann einnig missa af næstu sex leikjum með Liverpool. Þar af mun hann missa af seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Fulham í enska deildarbikarnum á morgun og leik gegn Norwich í FA-bikarnum um helgina. Þá gæti hann einnig misst af næstu fjórum deildarleikjum sem eru gegn Chelsea, Arsenal, Burnley og Arsenal. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Salah þurfti að fara af velli í 2-2 jafntefli gegn Gana í riðlakeppni Afríkumótsins, en Egyptar vonuðust til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn í undanúrslitum ef liðið kæmist svo langt. Nú er hins vegar orðið ljóst að Salah verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og getur hann því í allra besta falli náð úrslitaleik Afríkumótsins þann 11. febrúar ef liðsfélagar hans koma Egyptum alla leið. Salah flýgur til Englands á morgun til að ganga í gegnum endurhæfingu á æfingasvæði Liverpool og segir Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari félagsins, að Egyptinn sé með „alvöru rifu í lærvöðva.“ „Við búumst við því að hann verði klár eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur að óskum,“ sagði Lijnders. „Það mun allt ganga að óskum og þetta mun ganga vel af því að við höfum gert þetta áður,“ bætti Lijnders við. 🗣️ Liverpool assistant manager Pep Lijnders says Mo Salah has a "proper tear in his hamstring" and will be out for "three to four weeks if everything goes smooth." 🇪🇬 pic.twitter.com/qchC3G9ubT— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 23, 2024 Fari hins vegar allt á versta veg og Salah verður frá í fjórar vikur mun hann ekki aðeins missa af restinni af Afríkumótinu með Egyptum, heldur mun hann einnig missa af næstu sex leikjum með Liverpool. Þar af mun hann missa af seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Fulham í enska deildarbikarnum á morgun og leik gegn Norwich í FA-bikarnum um helgina. Þá gæti hann einnig misst af næstu fjórum deildarleikjum sem eru gegn Chelsea, Arsenal, Burnley og Arsenal.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira