Ótrúleg endurkoma kom Kamerún í 16-liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 19:09 Kamerún tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á dramatískan hátt. MB Media/Getty Images Senegal tryggði sér sigur í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta með 2-0 sigri gegn Gíneu í kvöld. Á sama tíma vann Kamerún dramatískan 3-2 sigur gegn Gambíu og tryggði sér áframhaldandi veru í keppninni. Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira
Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira