Æfir í háfjallaloftinu í Kenía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 14:30 Baldvin Þór Magnússon ætlar sér stóra hluti á árinu 2024. Hann verður 25 ára gamall í apríl Getty/Maja Hitij Íslenski langhlauparinn Baldvin Þór Magnússon prófar nýja hluti á þessu undirbúningstímabili en hann er nú staddur í þrjátíu daga æfingabúðum í Kenía. Frjálsíþróttasambandið segir frá því á miðlum sínum að Íslandsmethafinn í 1500 metra, 3000 metra og 5000 metra hlaupum sé að æfa í Afríku. „Það gengur betur núna eftir að ég náði að aðlagast háfjallaloftinu. Þetta var mjög erfitt fyrst, ég kannski henti mér svolítið í djúpu laugina og tók of erfiðar æfingar of snemma. Þurfti að draga aðeins úr til ná að jafna mig en er kominn á gott strik núna og er búinn að vera á góðu róli síðastliðna viku eða svo,“ sagði Baldvin í samtali við FRÍ. Hann er æfa þarna með fjórum breskum maraþonhlaupurum og segist læra mikið af þeirra góðu reynslu af hlaupum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Baldvin, sem hefur bætt hvert Íslandsmetið á fætur öðru á síðustu árum, haldi uppteknum hætti eftir þessar sérstöku æfingarbúðir í fjalllendi Afríku. „Ég er bjartsýnn fyrir komandi tímabil og tel klárlega að ég hafi aldrei verið með jafn góðan grunn. Markmiðið næstu vikurnar er að koma þeim grunni í mitt besta mögulega 3000 metra hlaupaform í febrúar án þess þó að að það taki frá formi mínu næstkomandi sumar. Bara búinn að taka tvær gæðahraðaæfingar þannig þetta fer allt að koma“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira
Frjálsíþróttasambandið segir frá því á miðlum sínum að Íslandsmethafinn í 1500 metra, 3000 metra og 5000 metra hlaupum sé að æfa í Afríku. „Það gengur betur núna eftir að ég náði að aðlagast háfjallaloftinu. Þetta var mjög erfitt fyrst, ég kannski henti mér svolítið í djúpu laugina og tók of erfiðar æfingar of snemma. Þurfti að draga aðeins úr til ná að jafna mig en er kominn á gott strik núna og er búinn að vera á góðu róli síðastliðna viku eða svo,“ sagði Baldvin í samtali við FRÍ. Hann er æfa þarna með fjórum breskum maraþonhlaupurum og segist læra mikið af þeirra góðu reynslu af hlaupum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Baldvin, sem hefur bætt hvert Íslandsmetið á fætur öðru á síðustu árum, haldi uppteknum hætti eftir þessar sérstöku æfingarbúðir í fjalllendi Afríku. „Ég er bjartsýnn fyrir komandi tímabil og tel klárlega að ég hafi aldrei verið með jafn góðan grunn. Markmiðið næstu vikurnar er að koma þeim grunni í mitt besta mögulega 3000 metra hlaupaform í febrúar án þess þó að að það taki frá formi mínu næstkomandi sumar. Bara búinn að taka tvær gæðahraðaæfingar þannig þetta fer allt að koma“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira