Virkjanir í Ölfusi og hagsmunir Hvergerðinga Njörður Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 09:02 Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ölfus Skipulag Orkumál Orkuskipti Njörður Sigurðsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun