Pallborðið í dag: Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. janúar 2024 11:01 Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru í Pallborðinu í dag. vísir/arnar Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu. Þegar fyrri stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð árið hinn 30. nóvember 2017 var í raun stjórnarkreppa í landinu sem varð grundöllurinn að þessu óvenjulega og ólíklega stjórnarsamstarfi. Nú 26 mánuði inn í annað kjörtímabil stjórnarflokkanna hafa þeir allir misst mikið fylgi og næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi ef kosið yrði á morgun samkvæmt könnunum. Það er komin þreyta í samstarfið, sérstaklega á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og ekki laust við að fylgistapið hafi skapað örvæntingu í herbúðum þeirra. Flokkana greinir á í fjölmörgum málum. Þeir eru ósammála í löggæslumálum, málefnum flóttamanna, orkumálum, hvalveiðimálum, utanríkismálum, heilbrigðismálum og örugglega fleiri málum. Það hefur oft gefið hressilega á bátinn hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, eins og hinn 28. nóvember 2021 þegar annað ráðuneyti hennar tók við völdum á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræða stöðuna í Pallborðinu í dag. Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Er það óttinn við dóm kjósenda eða dálæti á völdunum og áhrifunum sem þeim fylgir eða eru þeir enn sammála um einhver kjarna málefna til heilla fyrir land og þjóð? Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00 í dag. Þeir sem ekki geta fylgst með útsendingunni geta lesið alla helstu punktana í vaktinni hér að neðan.
Þegar fyrri stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð árið hinn 30. nóvember 2017 var í raun stjórnarkreppa í landinu sem varð grundöllurinn að þessu óvenjulega og ólíklega stjórnarsamstarfi. Nú 26 mánuði inn í annað kjörtímabil stjórnarflokkanna hafa þeir allir misst mikið fylgi og næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi ef kosið yrði á morgun samkvæmt könnunum. Það er komin þreyta í samstarfið, sérstaklega á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og ekki laust við að fylgistapið hafi skapað örvæntingu í herbúðum þeirra. Flokkana greinir á í fjölmörgum málum. Þeir eru ósammála í löggæslumálum, málefnum flóttamanna, orkumálum, hvalveiðimálum, utanríkismálum, heilbrigðismálum og örugglega fleiri málum. Það hefur oft gefið hressilega á bátinn hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, eins og hinn 28. nóvember 2021 þegar annað ráðuneyti hennar tók við völdum á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræða stöðuna í Pallborðinu í dag. Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Er það óttinn við dóm kjósenda eða dálæti á völdunum og áhrifunum sem þeim fylgir eða eru þeir enn sammála um einhver kjarna málefna til heilla fyrir land og þjóð? Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00 í dag. Þeir sem ekki geta fylgst með útsendingunni geta lesið alla helstu punktana í vaktinni hér að neðan.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42