Kristinfræði og trúarbragðafræði til stúdentsprófs Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. janúar 2024 12:01 Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Sjá meira
Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun