„Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 16:44 Aron Pálmarsson var allt annað en sáttur við spilamennsku sína á mótinu. Vísir/Vilhelm „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. Þrátt fyrir sigurinn eru úrslitin vonbrigði þar sem íslenska liðið hefði þurft fimm marka sigur til að eiga góða möguleika á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana í sumar. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en Ísland þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við komum okkur í þessa frábæru stöðu, en ég veit ekki hvað skeði þarna fyrsta korterið í seinni. Við gefum þeim þetta forskot aftur til baka og mætum ekki klárir. Því fer auðvitað svona og það er bara algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því.“ Klippa: Viðtal við Aron eftir Austurríkisleikinn Þá segist fyrirliðinn finna fyrir reiði eftir leikinn. „Já. Ég er rosalega reiður út í sjálfan mig. Það er eiginlega svona það fyrsta sem er að koma upp núna strax eftir leik. Ég er mjög pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki spilað betur fyrstu leikina á þessu móti og það nagar mig rosalega núna. Það er eiginlega það eina sem kemst fyrir hjá mér. Ég þarf að fara vel yfir það hvernig ég kom inn í mótið og allt andlega.“ „Miðað við það sem við höfum sýnt, það sem við höfum talað um og höfum sýnt á þessu móti, en í allt of stutta kafla, þá eigum við að gera betur. Við eigum ekki að vera í þessari stöðu sem við erum í í dag. Þannig að það er eitthvað sem við þurfum klárlega að læra af.“ Að lokum var Aron stuttorður þegar hann var spurður út í það hvort mótið hafi verið vonbrigði. „Já. Klár vonbrigði,“ sagði Aron Pálmarsson einfaldlega að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir sigurinn eru úrslitin vonbrigði þar sem íslenska liðið hefði þurft fimm marka sigur til að eiga góða möguleika á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana í sumar. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en Ísland þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við komum okkur í þessa frábæru stöðu, en ég veit ekki hvað skeði þarna fyrsta korterið í seinni. Við gefum þeim þetta forskot aftur til baka og mætum ekki klárir. Því fer auðvitað svona og það er bara algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því.“ Klippa: Viðtal við Aron eftir Austurríkisleikinn Þá segist fyrirliðinn finna fyrir reiði eftir leikinn. „Já. Ég er rosalega reiður út í sjálfan mig. Það er eiginlega svona það fyrsta sem er að koma upp núna strax eftir leik. Ég er mjög pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki spilað betur fyrstu leikina á þessu móti og það nagar mig rosalega núna. Það er eiginlega það eina sem kemst fyrir hjá mér. Ég þarf að fara vel yfir það hvernig ég kom inn í mótið og allt andlega.“ „Miðað við það sem við höfum sýnt, það sem við höfum talað um og höfum sýnt á þessu móti, en í allt of stutta kafla, þá eigum við að gera betur. Við eigum ekki að vera í þessari stöðu sem við erum í í dag. Þannig að það er eitthvað sem við þurfum klárlega að læra af.“ Að lokum var Aron stuttorður þegar hann var spurður út í það hvort mótið hafi verið vonbrigði. „Já. Klár vonbrigði,“ sagði Aron Pálmarsson einfaldlega að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15