„Sá á öllu fasi hans hvað þetta skipti hann ógeðslega miklu máli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 13:31 Aron Pálmarsson var mjög svekktur í leiklok þrátt fyrir sigur. Sigurinn var ekki nógu stór og íslenska liðið komst ekki í umspil Ólympíuleikana. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flott fyrirliðamót og leiddi íslenska liðið á Evrópumótinu í handbolta. Aron fékk líka hrós frá strákunum í Besta sætinu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira