Nær öll Ameríka heldur með tveimur liðum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 12:30 Langstærsti hluti Bandaríkjanna vill ekki sjá Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs í Super Bowl í ár. Getty/Cooper Neill/ Stærstu leikir helgarinnar í amerískum íþróttum eru án vafa úrslitaleikir deildanna í NFL deildinni. Bara fjögur lið eru eftir í úrslitakeppninni og sæti í Super Bowl í boði á sunnudaginn. Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira