Í gær var birt stikla úr endurgerð myndarinnar Roadhouse sem Patrick Swayze lék eftirminnilega í fyrir 35 árum.
Jake Gyllenhaal leikur aðalhlutverkið í endurgerðri Roadhouse, fyrrverandi bardagakappa sem byrjar að vinna sem útkastari á bar í Flórída.
Í einu atriði í stiklunni sést Conor labba inn á barinn með alls konar læti og vesen. Hann byrjar meðal annars að rífa kjaft við Gyllenhaal og endar á að skalla hann. Í öðru atriði sést Conor keyra gulan sportbíl.
Stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Take it outside. Road House is open for business March 21 on @primevideo. #RoadHouseMovie pic.twitter.com/4lm7QeO9ny
— MGM Studios (@mgmstudios) January 25, 2024
Roadhouse kemur inn á streymisveitu Amazon 21. mars næstkomandi.